Tvíburafæðingar hjá hrossum eru afar sjaldgæfar og teljast til merkisviðburða.
Ástæðan mun vera að legkaka hryssna er aðeins gerð til að næra eitt fóstur per meðgöngu og því deyr annað eða bæði fóstrin oftast nær mjög snemma á meðgöngunni.
Ef fóstrin ná að þroskast og annað þeirra eða bæði deyja síðar á meðgöngunni, steingervist það og hryssan lætur því.
Algengt er að hvorugt folaldanna lifi fyrsta daginn af. Í þeim tilfellum sem folöldin fæðast lifandi, er annað þeirra oftast nær mjög lítið og veikburða og deyr yfirleitt fljótlega eftir fæðinguna.
Einnig kemur fyrir að móðirin þýðist bara annað folaldið og afneitar hinu eða hún hefur ekki næga mjólk fyrir bæði folöldin.
Tvíburafæðinar eru því ekki eftirsóknanverðar hjá hrossum.
Að bæði folöldin í ofangreindri frásögn skyldu lifa fæðinguna af og komast á legg án aðstoðar manna í hríðarbyl og kulda er því mjög eftirtektarverkt ótrúlegt afrek hjá hryssunni ekki síður en hjá folöldunum.