TVÍBURAFÆÐINGAR HJÁ HROSSUM


Tvíburafæðingar
hjá hrossum eru afar sjaldgæfar og teljast til merkisviðburða.

Ástæðan mun vera að legkaka hryssna er aðeins gerð til að næra eitt fóstur per meðgöngu og því deyr annað eða bæði fóstrin oftast nær mjög snemma á meðgöngunni.

Ef fóstrin ná að þroskast og annað þeirra eða bæði deyja síðar á meðgöngunni, steingervist það og hryssan lætur því.

Algengt er að hvorugt folaldanna lifi fyrsta daginn af. Í þeim tilfellum sem folöldin fæðast lifandi, er annað þeirra oftast nær mjög lítið og veikburða og deyr yfirleitt fljótlega eftir fæðinguna.

Einnig kemur fyrir að móðirin þýðist bara annað folaldið og afneitar hinu eða hún hefur ekki næga mjólk fyrir bæði folöldin.

Tvíburafæðinar eru því ekki eftirsóknanverðar hjá hrossum.

Að bæði folöldin í ofangreindri frásögn skyldu lifa fæðinguna af og komast á legg án aðstoðar manna í hríðarbyl og kulda er því mjög eftirtektarverkt ótrúlegt afrek hjá hryssunni ekki síður en hjá folöldunum.

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna