Sveipar í feldi teljast til auðkenna á hestum og höfðu sumir þeirra ákveðin nöfn og merkingu eftir því hvar sveipina var að finna á höfði, hálsi og brjósti hestsins.
Flugfjaðrir
kallast sveipar, sem eru í röð meðfram faxinu. Talið var, að þeir hestar væru öðrum þolnari, sem hefðu þrjár flugfjaðrir á hvorri hlið.

Pétursstingir
kallast sveipar í „æðarennum“ á hálsi hestins, ef þeir „ná í gegn“ sem sagt standast á beggja megin á hálsinum. Var það mikið gæfumerki að eiga fararskjóta með þremur Pétursstingjum, því þeir voru fingraför Sankti Péturs.
Straumfjaðrir
voru sveipar kallaðir framan á brjósti hestsins og var hestum sem báru slíka sveipi treyst öðrum betur í vatni.
Heimild: „Hestar“ eftir Theodór Arnbjörnsson, bls. 132, Búnaðarfélg Íslands (2. útgáfa, 1975).
