SVEIPAR Í HÁRI HROSSA

Sveipar í feldi teljast til auðkenna á hestum og höfðu sumir þeirra ákveðin nöfn og merkingu eftir því hvar sveipina var að finna á höfði, hálsi og brjósti hestsins.


Flugfjaðrir

kallast sveipar, sem eru í röð meðfram faxinu. Talið var, að þeir hestar væru öðrum þolnari, sem hefðu þrjár flugfjaðrir á hvorri hlið.

Pétursstingir í æðarennum á hálsi hestsins sem ná í gegn.

Pétursstingir
kallast sveipar í „æðarennum“ á hálsi hestins, ef þeir „ná í gegn“ sem sagt standast á beggja megin á hálsinum. Var það mikið gæfumerki að eiga fararskjóta með þremur Pétursstingjum, því þeir voru fingraför Sankti Péturs.

Straumfjaðrir
voru sveipar kallaðir framan á brjósti hestsins og var hestum sem báru slíka sveipi treyst öðrum betur í vatni.



Heimild: „Hestar“ eftir Theodór Arnbjörnsson, bls. 132, Búnaðarfélg Íslands (2. útgáfa, 1975).

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna