Þegar fæðingarferlið er eðlilegt kemur fylgjan skömmu eftir að folaldið er fætt
Hinn svokallaði „rauði poki“ – á ensku „red bag syndrome“ -nefnist það þegar fylgjan losnar frá leginu rétt fyrir fæðinguna eða á meðan á henni stendur og kemur á undan folaldinu í fæðingarveginn og „lokar“ honum.
Vessabelgur (Chorion) fylgjunnar rifnar ekki eins og hann á að gera, því að hafa hraðar hendur og klippa eða skera á belginn til að ná til folaldsins, annars er hætta á að það drukkni í fósturvatninu.
Nafnið dregur þetta fyrirbæri af því að vessabelgurinn líkist mest rauðum poka eða blöðru þegar hann birtist í fæðingarveginum.