ORLOV-BROKKARINN

Stóðhestur af kyni Orlov-brokkara frá árinu 1900. Mynd/Thomas von Nathusius (1866-1904), Public domain, via Wikimedia Commons

Orlov-brokkarar eru elsta ræktaða kyn brokkhesta í heiminum í dag. Ræktun þeirra hóft seint á 18. öld, þegar herforingi úr hirð Katrínar miklu keisaraynju í Rússlandi, að nafni Alexei Orlov Tschesmensky, einsetti sér að rækta glæsilega, hágenga, ferðmikla og þolna brokkhesta sem myndu henta til notkunar við rússneskar aðstæður sem vagn- og sleðahestar.

Til þess að ná fram markmiði sínu, blandaði hann arabískum hestum saman við dönsk og hollensk hrossakyn. Með skipulegri skyldleikarækt og ströngu úrvali tókst Orlov á tiltölulega stuttum tíma að skapa nýtt hestakyn, sem við stofnun ættbókar fyrir kynið árið 1865 var nefnt eftir honum Orlov-brokkarinn.

Þetta nýja hestakyn náði strax í upphafi 19. aldar mikilli útbreiðslu sem vagnhestar og á tímabili voru þeir ósigrandi í kerruakstri. Á seinni hluta 19. aldar komu fram léttbyggðari og enn fljótari brokkhestakyn sem leystu Orlov-brokkarana á hlaupabrautinni af hólmi.

Orlov-brokkarar eru um 160-165 sm á herðakamb og aðallega gráir, brúnir eða jarpir á litinn. Rauður litur kemur fyrir. Þeir eru harðgerðir, taugasterkir, þolnir og langlífir og búa auk þess yfir framúrkarandi hæfileikum sem vagn- og sleðahestar sem einnig geta hentað vel til reiðar. Á hlaupabrautinni getur Orlov-brokkarinn náð allt að 52 km/klst hraða.

Einn frægasti einstaklingur þessa hestakyns er án efa stóðhesturinn Klóki-Hans (1895-1916).

HEIMILDIR:

Sambraus, H.H. Atlas der Nutztierrassen, Eugen Ulmer Gmbh & Co. 1986, bls. 163.

www.wikipedia.org

www.pferde-pferderassen.de

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna