úr flokknum hitt og þetta:

HVERNIG TENGJAST MYNDLIST OG HESTASAGA?


Lesendur HestaSögu hafa eflaust tekið eftir hinum fallegu vatnslitamyndum eftir Maríu S. Gísladóttur sem prýða ýmsar sögur á síðunni okkar. María sem hefur málað myndir frá blautu barnsbeini sækir myndefni sitt víða að. Í rauninni snýst allt hennar líf meira og minna um myndlist.

Hún málar mikið með vantslitum en notar einnig túss og akrýlliti eða jafnvel bara kaffið úr kaffibollanum sínum! Í gerð klippimynda er hún algjör snillingur eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd hér fyrir neðan.

Klippimynd gerð úr ruslpósti eins og María segir!

Sjón er sögu ríkari, bara einn smellur og þið getið fylgst með því hvernig María málar Faxa.

Ef ykkur langar til að skoða önnur verk eftir hana þá er gott úrval á vefsíðunum Behanece.net og á DevianArt . Kannsi fellur ykkur einhver myndanna svo vel, að þið mynduð vilja eignast hana.

Þá er bara að hafa samband og það er aldrei að vita nema María sé til í að selja myndina.

Þeir sem vilja fylgja henni á Instagram geta fundið hana undir notendanafninu hiddenmaria.

Til gamans langar mig að nefna að María og ég erum æskuvinkonur. Við brölluðum margt saman í gamla daga eða þangað til María fluttist til Ísrael og síðar til Egyptalands, Sýrlands og Króatíu með manninum sínum og börnum.

En ég sat ekki lengi eftir á Íslandi, því ég fór í nám til Þýskalands þar sem ég hef verið búsett meira og minna síðan.

Til að byrja með reyndum við að halda sambandi við hvor aðra með því að skrifast á en það varð fljótt bara að stuttri línu á jólakortum. En einnig það lagðist af hjá okkur.

Þannig liðu mörg ár og við heyrðum ekkert frá hvor annarri þar til einn góðan veðurdag árið 2017 að ég fékk tölvupóst frá Linkedin með eftirfarandi fyrirspurn:

„Ert þú nokkuð Kristín æskuvinkona mín úr Laugarnesinu?“

Þar með erum við aftur komnar í samband og nú erum við farnar að bralla ýmislegt saman eins og í gamla daga, ásamt Moniku vinkonu minni hér í Þýskalandi. Þannig tenging myndlistar við HestaSögu komin!

Kristín

Í reiðskólanum Saltvík á Kjalarnesi. Til vinstri er María listakona síðan ég og aftastur er Stefán bróðir minn.

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna