Hver var Jón Sveinsson?
Sjálfsagt vita allir á Íslandi við hvern er átt, en erlendis var Jón Sveinsson þekktari undir gælunafninu sínu Nonni.
Á áttunda áratugnum voru gerðir sjónvarpsþættir sem báru heitið Nonni og Manni sem margir kannast við. Ævintýrin sem hann upplifði með litla bróður sínum í hrjúfri náttúru Íslands, heilluðu heilar kynslóðir barna og jafnvel fullorðinna líka, sem sátu límd við sjónvarpsskerminn og fylgdust með þáttaröðinni.
Bækur Jóns Sveinssonar voru metsölubækur á sínum tíma og hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Þær eru í dag ófáanlegar í bókabúðum í Þýsklandi nema á hljóðsnældum.
Okkur á HestaSögu langar til að vekja athygli á þessum merka Íslendingi og sögunum hans. Við munum því á næstu vikum birta stutt sýnishorn úr bókum hans á vefsíðunni.
Í tilefni af því að það eru 75 ár frá því að Jón Sveinsson lést í Köln, hefur verið opnuð sýning sem stendur yfir frá 14. september til 20. október 2019 og ber nafnið Nonni ein Isländer am Rhein eða á íslensku Nonni, Íslendingurinn við Rínarfljót. Sýningin sem er í Köln er opin um helgar frá 14 -17.
Í Þýskalandi er starfræktur aðdáendaklúbbur sem heldur uppi minningu Jóns Sveinssonar. Þeir sem vilja skoða heimasíðu aðdáendahóps Nonna í Þýskalandi geta smellt hér.