Jón Sveinsson var orðinn rúmlega fimmtugur er hann hóf að skrifa bækur með æsku- og æviminningum sínum. Bækurnar, sem voru upprunalega skrifaðar á þýsku, voru fljótlega þýddar á fjöldan allan af tungumálum og urðu strax geysivinsælar bæði hjá ungum sem öldnum um allan heim.
Í dag hefur þetta merkilega ritverk Jóns ofurlítið fallið í gleymsku. Við á HestaSögu langar til að vekja athygli lesenda á þessum stórkostlega rithöfundi, húmorista og heimsborgara. Okkur finnst að bækurnar hans eigi fullt eins erindi inn heimili fólks í dag eins og í gamla daga þegar þær voru skrifaðar.