Carinu Heller þarf vart að kynna fyrir unnendum íslenska hestsins, enda hefur líf hennar á margan hátt verið samofið íslenska hestinum í rúm 50 ár.
Hún tók m.a. virkan þátt í íþróttakeppnum og skeiðkappreiðum með góðum árangri hér á árum áður, hefur dæmt á HM og var virk í ýmsum félagsstörfum fyrir IPZV félagasamtök íslenskra hesta í Þýskalandi.
Með hesinum sínum Glaumi frá Sauðárkróki náði hún þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í fimmgangi árið 1991 í Norrköping í Svíþjóð.
Á Hestaborg búgarði fjölskyldunnar í nágrenni Hannover í Þýskalandi upplifði Carina mörg skemmtileg atvik með fjölskyldu sinni, vinum og síðast en ekki síst með íslensku hestunum þeirra.
Hún hefur verið íslensku hestunum trygg í þau 50 ár sem leiðir þeirra hafa legið saman. Nýlega gaf hún út bók með minningum sínum aðallega frá árunum 1960 til 1990 og heitir á frummálinu „Alles ISI“.
Í sögusafni Hestasögu er að finna sýnishorn af tveimur frásögnum úr bókinni sem hafa verið þýddar á íslensku og á ensku.