
ÓFARIR LITFARA
Í daglegu lífi og á ferðalögum þurftu Íslendingar oftar en ekki að treysta á hestana sína. Eiginleikar eins og ratvísi, þol og vilji voru mikils metnir og traustir, öryggir vatnahestar voru gulls ígildi.
Í eftirfarandi sögu, sem birtist í Dýravininum árið 1889, er sagt frá manni sem lendir með hestinum sínum í ógöngum um hávetur í niðamyrkri. Hann er um það bil að taka afdrifríka ákvörðun þegar hið óvænta gerist.