Jutta og Hardy Döring eru búsett í Rüscheid sem er smáþorp í héraðinu Westerwald í Þýskalandi, þar sem þau hafa stundað hrossarækt í um nokkurra ára skeið.
Þau hjónin eiga rétt um 30 vel ættuð íslensk hross og fæðast árlega hjá þeim 2 til 6 folöld. Öll hross úr þeirra ræktun bera ræktunarnafnið „vom Wiedischenland“.
Þau leggja mikla áherslu á gott uppeldi hrossanna sinna og eru unghrossin höfð á stórum túnum með nægu plássi. Ræktunarhryssunum er haldið undir bestu stóðhesta sem völ er á hverju sinni eins og t.d. Álf og Álfastein frá Selfossi, Dalvar frá Auðsholtshjáleigu, Herjólf frá Ragnheiðarstöðum, Starra frá Herríðarhóli svo einhverjir séu nefndir.
Hvernig hjónin kynntust íslenskum hestum og hvað varð til þess að þau fóru að rækta íslensk hross á fullu lýsir Jutta í frásögn sinni sem er að finna hér á Hestasögu.