Tileyrir þú þeim hópi fólks, sem hlakkar árlega til aðventunnar?
Þrátt fyrir að á þessum tíma ársins sé oft á tíðum allt of stuttur tími til útreiða, er hægt að bæta sér það upp með öðrum hlutum.

Þegar dimmt er úti og veðrið ekki upp á það besta er kominn rétti tíminn til að lesa.

Þá er hvergi til betri staður en notalegur sófi heima í stofunni sinni.

Hvað er betra en að kúra undir teppi og sökkva sér niður í framandi heima?

Jólin eru líka tími til að koma öðrum skemmtilega á óvænt og af því tilefni erum við einmitt með tvær uppákomur handa ykkur.

Sú fyrri er jólasaga í fjórum hlutum sem er fallega myndskreytt af listakonunni Maríu Sigríði Gísladóttur. Þannig að á næstu fjórum aðventusunnudögum getið þið ekki aðeins kveikt á nýju kerti heldur einnig lesið næsta kafla í framhaldssögunni okkar.

Aðalpersóna jólasögunnar okkar heitir Benedikt sem lendir með ungum nafna sínum í ýmsum ævintýrum og ógjörningum. Maja hefur búið til til lítið myndband handa ykkur þar sem hún sýnir hvernig hún skapar Benedikt með vantslitunum sínum.


Og þar með er ekki allt komið, því jólunum fylgir að sjálfsögðu alltaf jóladagatal.

Við hjá HestaSögu höfum undirbúið handa ykkur dagatal, en það byrjar ekki að telja niður dagana fyrren 13 dögum fyrir jól.

Og þið megið nú geta af hverju það er!

Við óskum ykkur ánægjulegra stunda með HestaSögu á aðventunni!

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

Fleiri sögur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna