KAPPHLAUP Í TÖLTI

Tölt-kapphlaup í Þýskalandi í kringum 1980. Mynd/fjölskyldualbum Reber

Í Þýskalandi var í gamla daga hið svokallaða tölt-kapphlaup vinsæl keppnisgrein á hestamannamótum. Keppnin gekk útá að ríða hratt tölt í tvo hringi á hringvelli. Sá hestur sem var fljótastur og stökk ekki upp, vann keppnina. Þátttakendur máttu ekki vera yngri en 16 ára.

Nú er löngu hætt að keppa í þessari keppnisgrein, enda stóð alla tíð mikill styrr um hana. Walter Feldmann yngri benti réttilega á, að töltið gengi ekki útá hraða, heldur skipti taktur og fegurð gangtegundarinnar mun meira máli.

Og þegar Walter kom með eftirfarandi samlíkingu sló hann alla útaf laginu og endalega var ákveðið að leggja keppnisgreinina niður:

„Það er álíka fáránlegt að taka tímann á tölti eins og að taka tímann við að dansa vínarvalsa á balli!“

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna