Ólíkt bróður sínum Stekkjastaur á hinn granni, liðugi Giljagaur ekki í neinum vandræðum með að yfirstíga allar hindranir sem verða á leið hans. Í ár sló hann öll hraðamet niður fjallið.

En það á hann að stórum hluta hestinum Gormi að þakka, sem bar hann mestan hluta leiðarinnar.

Hesturinn Gormur er eins og nafnið bendir til einstaklega fjaðurmagnaður og fimur við að stökkva yfir hindranir. Hvort heldur það voru gil, gljúfur eða straumþungar ár sem urðu á vegi þeirra,

Gormur hikaði aldrei. Hann stökk með glæsibrag yfir allar torfærurnar með Giljagaur á bakinu og skilaði honum heilum á mettíma niður í dalinn.

Það fyrsta sem Giljagaur gerir er að fara beina leið í fjósið, því hann veit ekkert betra en að súpa nýmjólkurfroðu. Hann læðist inn í fjósið og felur sig á góðum stað, þar sem hann bíður óþolinmóður þess að mjöltunum ljúki.

Þegar allir eru farnir gengur hann að mjólkurtankinum og veiðir froðuna ofanaf nýmjólkinni og síðan svolgrar eins mikið og hann getur í sig látið af mjólk.

Í þetta skipti var hann ekki einn um mjólkurþambið, því Gormi þykir mjólkursopi líka góður og fékk náttúrulega sinn skerf að launum fyrir flutninginn.

Á þeim bæjum sem Giljagaur heimsækir er lítið eftir í mjólkurtankinum þegar heimilisfókið kemur í fjósið daginn eftir.

GOTT RÁÐ

Þeir sem vilja koma sér í mjúkinn hjá Giljagaur ættu að setja volgt mjólkuglas (helst með froðu) út í glugga.
Þegar vel liggur á Giljagaur skilur hann eftir smágjöf í staðinn.

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna