Hinn hnöttótti Ketkrókur er næstsíðastur þeirra jólasveinabræðra sem kemur  til byggða. Hann er vanalega frekar utanvið sig og tekur ekki eftir því að jólin eru alveg að koma fyrren allir bræður hans eru farnir. Þá er eins og hann hrökkvi upp af vondum draumi og hann stekkur af stað síðastur allra á fleygiferð niður fjallið.

Þrátt fyrir aukakílóin er hann býsna frár á fæti og tekur alltaf framúr Kertasníki í Tröllagili.

En í ár er hann óvenju seinn af stað og nær bróður sínum ekki fyrren við Dvergastein. Þaðan er ennþá langt í land og Ketkrókur orðinn alltof seinn. Nú eru góð ráð dýr og hann sér að það er útilokað að ná til byggða í tíma.

Þá verður á vegi hans hrossastóð og tekst Ketkróki að skella sér á bak á hestinum Snarfara. Eins og nafnið bendir til er Snarfari fljótasti hesturinn í dalnum. Með hans aðstoð nær Ketkrókur að komast til byggða eins og hann er vanur, þann 23. desember. 

Þegar Ketkrókur er kominn á áfangastað leitar hann strax uppi ískápa eða búr heimilanna, þar sem jólamaturinn er geymdur. Aðallega er Ketkrókur á höttunum á eftir reyktu lambalæri.

Ef hann finnur læri sest hann niður í einhverju horninu og borðar það með bestu lyst. En Ketkrókur er ekki matvandur þess vegna er vissara að hafa auga með jólasteikinni þennan dag, því ekki er gaman fyrir heimilisfólkið að þurfa að ganga að leifunum á Þorláksmessu.

GOTT RÁÐ
Þeir sem vilja draga athygli Ketkróks frá jólasteikinni geta reynt að setja góða uppskrift af steikarsósu ásamt nokkrum hangikjötssneiðum á gluggasylluna.
Ef honum líst vel á uppskriftina stingur hann henni á sig og skilur eftir litla gjöf í staðinn.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna