Stóðhryssa með áberandi eyrnamark á vinstra eyra.
Einstaklingsmerkingar hrossa á Íslandi
Áðuren frostmerkingar og örmerki komu til sögunar á Íslandi voru hross mörkuð á eyrunum svipað og enn er gert með sauðfé. Sum eyrnamörkin voru mjög áberandi og gróf, og þóttu ekki falleg. Því var leitað að öðrum lausnum og í upphafi áttunda áratugarins voru frostmerkingar voru teknar í notkun á Íslandi.
Frostmerkingarkerfi
Fyrsta opinbera frostmerkingarkerfið var samsett af táknum sem endurspeglaði fæðingarnúmer viðkomandi hross. Hrossin voru yfirleitt frostmerkt á vinstri hlið hálsins undir faxinu svo markið væri minna áberandi. Þeir sem notuðu eigið frostmerkingarkerfi merktu hrossin oft með bók- eða tölustöfum á baki hrossins þar sem hnakkurinn situr.
Á þeim tíma sem rauðu stóðhestarnir Bassi frá Votmúla og Blossi frá Stóra-Hofi voru fluttir úr landi (sjá frásögnina um „umskiptingana“ Bassa og Blossa) voru örmerki ekki komin til sögunnar og hvorugur hesturinn var einstaklingsmerktur. Eins og vaninn var þá hafði aðeins verið klippt útflutningsnúmer í feld hrossanna.
Reglugerð um merkingar búfjár
Samkvæmt reglugerð 916/2012 um merkingar búfjár er í dag skylda að láta einstaklingsmerkja öll líffolöld við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur og skrá þau í WorldFeng upprunaættbók íslenska hestsins. Í WorldFeng er síðan hægt að fletta upp öllum skráðum upplýsingum um viðkomandi hross á auðveldan og þægilegan hátt.
Í þeim tilfellum sem hross er selt og flutt úr landi er prentað hestavegabréf og eignarhaldsvottorð sem fylgir hrossinu til nýja eigandans. Fyrir hross sem staðsett eru á Íslandi samsvara skráning í Worldfeng hestavegabréfunum.