JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR
Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.