Við óskum öllum lesendum HestaSögu gleðilegrar jólahátíðar og farsældar komandi ári!


Loksins er aðfangadagur jóla runninn upp og hinn friðsæli, góðlyndi Kertasníkir sem er síðastur jólasveinanna kemur til byggða. Hann er alltaf jafn hrifinn af jólastemmingunni í borgum og bæjunum með öllum fallegu ljósunum sem hann sér á jólatrjánum, í gluggunum og á svölum heimilanna.

Kertasníkir er lang vinsælastur þeirra bræðra hjá mannfólkinu, því hann tekur ekkert frá fólkinu nema spyrja fyrst hæverskur um leyfi. Aldrei skilur hann heimilin eftir í óreiðu eða hrekkir fólkið með hávaða og látum.

Það má því með sanni segja að það er mikil lukka að Kertasníkir er sá þeirra bræðra sem kemur daginn sem allir bíða eftir með óþreyju!

Í ár er Kertasníkir ekki einn á ferð, því hann er í fylgd með hryssunni Blíðu, sem hann var strax mjög hrifinn af. Það heldur ekki nema von að svona vel fer á með þeim, því Blíða er eins og nafnið hennar ber með sér alveg jafn blíð og góð og Kertasníkir.

En eins og allir vita er Kertasníkir mjög hrifinn af kertum. Hann safnar öllu kertum sem hann nær yfir og gefur síðan fátæku fólki svo allir geti kveikt á kerti um jólin.

Stundum tekur hann með sér eitthvað af því sem bræður hans hafa tekið föstum tökum, án þess að spyrja þá leyfis og gefur það til annarra sem meira þurfa á því að halda.

Kertasníkir fyllist ósegjanlegri gleði þegar hann sér gleðina skína úr andlitum þeirra sem hann færir gjafirnar.

Stundum kveikir hann á kerti fyrir sig einan. Þá horfir hann þögull og rólegur á kertalogann og gleðst yfir því hversu friðsamleg stemming er á jörðinni og vonar að það verði áfram þannig.

GOTT RÁÐ

Þeir sem vilja gleðja Kertasníki geta sett nokkur kerti á gluggasylluna.
Þessi góðlyndi jólasveinn mun örugglega finna einhvern sem hann getur glatt með kertunum.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna