Mynd: María Gísladóttir

Í Botni grunaði engum hvað hafði skeð uppí fjöllunum. Stormurinn geysaði aðeins á hálendinu og í byggð var rólegt og fallegt veður eins og verið hafði undanfarna daga. Allir hlökkuðu til jólanna. Allir höfðu nóg með tíman að gera við undirbúning þeirra.

Aðeins Faxi olli fólkinu skyndilega áhyggjum. Fyrstu dagana eftir að Benedikt fór hafði hesturinn hagað sér öðruvísi en vanalega.

Hann leyfði Sigríði að hugsa um sig, klappa sér og fóðraðist vel hjá henni. Og þegar aðrir á bænum voru mjög hissa að sjá hvernig Faxi tók umönnun Sigríðar sagði hún brosandi við þá: „Benedikt er búinn að gefa Faxa þessi fyrirmæli“ og stolt bætti hún við: „Því eins og þið vitið, getur Benedikt talað við dýrin“.

Faxi olli heimafólkinu í Botni áhyggjum og það vissi ekkert hvað hafði gerst upp í fjöllunum. Mynd: María Gíslandóttir

Þess vegna vakti það undrun heimilisfólk, þegar háttarlag hestsins breyttist skyndilega. Hann leit ekki við heyinu sínu og var mjög órólegur á stallinum og tvísteig fram og til baka þar til að svitinn draup af honum og hann hneggjaði út í eitt.

Það mátti lesa hræðsluna úr augunum á honum. Það var ekkert sem gat róað hann og enginn gat komið nálægt honum. Það var eins og hann væri heltekinn einhverri ofsahræðslu, sem sífellt óx sem lagðist einnig á Sigríði.

Hún gat ekki lengur beðið og greindi manni sínum frá áhyggjunum:

„Faxi er eins og umskiptingur og það er engin sýnileg ástæða fyrir því. Við vitum líka hversu nánin bönd eru milli hestsins og Benedikts. Ég veit að fólk mun halda að ég sé að verða vitlaus og þú kannski líka.

En mér er alveg sama um það: Kannski finnur Faxi á sér að sonur okkar er í hættu og þarf á hjálp að halda. Ef það er tilfellið þá veist þú eins vel og ég að þá er hver mínúta dýrmæt. Við skulum ekki bíða lengur og kalla saman leitarhóp og leggja strax af stað að leita hans.“

Mynd: María Gísladóttir

Pétur vissi að það þýddi lítið að koma með nein rök á móti henni og gerði það sem hún bað um. Hann var fljótur að kalla saman nágrannana og vini sem nú lögðu af stað upp í afrétt með teppi og heita drykki.

Til allar hamingju biðu þau ekki lengur með að leggja af stað að leita að þeim félögum. Þau hittu Benedikt eldri þegar þau voru hálfnuð uppá afrétt og hann gat leitt hópinn beint til drengsins.

En sá síðarnefndi var búinn að búa sig undir það sem verða vildi og sat með lokuð augun, en þó með lífsmarki. Þeir hrisstu hann þar til hann vaknaði og gáfu honum heitt kaffi og súpuseyði. Síðan voru vafin teppi útlánum Benedikt og hann var borinn til byggða.

Mynd: María Gísladóttir

Allir voru fengir að sjá hversu fljótt Benedikt náði sér á strik aftur og um leið og hann gat stigið aftur í fæturna fór hann beint inn í hesthús. Þar faðmaði hann að sér Faxa sinn sem hafði róast eftir að búið var að bjarga Benedikt og beið eftir honum í húsunum.

_____

Þessi aðfangadagur jóla var mjög sérstakur, það fundu allir í Botni. Benedikt eldri hélt upp á jólin með fjölskyldu hins unga vinar síns. Oft höfðu jólin verið glaðleg í Botni en í ár voru allir frekar hljóðir. Hver og einn var hugsi útaf fyrir sig en eitt var það sem tengdi alla:

Og það var þakklæti fyrir það kraftaverk sem um þessi jól hafði borið að.

Endir

Þýtt úr þýsku


Hér getið þið séð Maríu að verki!

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna