Það fyrsta sem tekið er eftir þegar horft er á Gáttaþef, sem er óralangt nefnið. Með því getur hann gjörsamlega þefað uppi hvað sem er. Gáttaþefur er hinn ellefti sem heldur af stað til byggða. Hann hefur aldrei villst af leið sinni, því hann getur alltaf stólað 100% á nefnið sitt. Það er ekki aðeins að hann sé jafn þefnæmur og hundur, heldur er hann líka mjög ratvís.
En í ár er hann mjög seinn af stað því hann er búinn að vera mjög kvefaður. Hann getur því ekki stólað á þefskyn sitt og er kominn í tímahrak, en sem betur fer kom hesturinn Nasi honum til hjálpar.
Hinn þefnæmi Nasi fékk ekki aðeins nafnið vegna hvíta blettsins á nösunum, heldur einnig vegna þess að hann er einstaklega þefvís.
Nasi bar hann á bakinu síðasta hluta leiðarinnar og stöðvast ekki fyrren þeir voru komnir í hlaðið á húsinu með bestu lyktina.
Þegar Gáttaþefur er kominn til byggða vísar nefið hans honum beint á jólasmákökurnar. Það þýðir lítið að fela þær fyrir honum, því hann þefar allar smákökur uppi í gegnum lokaðar dyr og dalla.
GOTT RÁÐ
Þeir sem vilja koma í veg fyrir að Gáttaþefur stelist í eldhúsið og kræki sér í smákökudósina, ættu að setja kúfaðan disk með smákökum í gluggasylluna.
Þegar vel liggur á honum skilur hann eftir smágjöf í staðinn.