Hinn forvitni Gluggagæir veit ekki bara allt mögulegt um eigin fjölskyldu. Hann er hann líka mjög fróður um hagi fólksins sem hann hefur lagst á gluggna hjá undanfarin ár.
Nú þegar rúmlega helmingur bræðra hans eru farnir til byggða, vex forvitni hans dag frá degi og á tíunda degi eftir að Stekkjastaur yfirgaf fjöllin heldur hann það ekki út lengur og leggur af stað.
Hann skokkar léttilega niður fjallið því Gluggagæir getur varla beðið frétta um það hvað á daga bræðra hans hefur drifið. Það er ekki síður spennandi fyrir hann að athuga hvernig jólaundirbúningurinn gengur hjá mannfólkinu.
Um leið og hann kemur til byggða, læðist hann í kringum húsin og reynir að kíkja inn um gluggana. Í þetta skipti fylgir honum hryssan Hnýsa, sem eins og nafnið ber með sér, er alveg að farast úr forvitni reyndar eins og hann sjálfur!
Mannfólkið reynir að hafa dregið fyrir gluggana þennan dag, þar sem flestum þykir óþægilegt að láta fylgjast með sér.
Gluggagæir þar því að hafa töluvert fyrir því að finna glugga til að kíkja inn um. En í ár fær hann hjálp hryssunnar Hnýsu sem ber hann milli húsa í leit að gluggum sem ekki er dregið fyrir.
GOTT RÁÐ
Þeir sem vilja reyna að komast hjá því að fá Gluggagæi á gluggann sinn geta reynt að setja dagblað á gluggasylluna. Með smá heppni sekkur Gluggagæir sér niður í lestur frétta og gleymir að kíkja á gluggana.
Þegar liggur vel á honum skilur hann eftir litla gjöf.