Hinn rólyndi, svifseini Bjúgnakrækir er ekkert að flýta sér og lætur ekki stressa sig jafnvel þó jólin séu á næsta leiti. Hann er níundi í röð þeirra jólabræðra sem yfirgefur fjöllin og þrammar af stað með öruggum, taktföstum, skrefum til byggða. Hins vegar þreytist hann fljótt á göngunni og þarf oft að stoppa til að hvíla sig.

Á leiðinni niður fjallið skimar hann því í sífellu eftir stórum, brúnum hesti sem ber nafnið Kraftur, en Kraftur hafði borið hann stóran hluta leiðarinnar um síðustu jól. En eins og nafnið ber með sér er Kraftur sterkur og dugmikill hestur og fer létt með að bera Bjúgnakræki á áfangastað.

Þegar Bjúgnakrækir kemur á bæina leitar hann strax uppi forðageymslur eða ísskápa heimilanna, í þeirri von að finna bjúgu.

Ef hann finnur bjúgu hengir hann eins mörg þeirra og hann getur um hálsinn á sér og þeysir af stað á næsta bæ í leit að fleiri bjúgum.

GOTT RÁÐ
Þeir sem vilja ekki eiga á hættu að Bjúgnakrækir taki öll bjúgu heimilins með sér, ætti að útbúa disk með góðum málsverði og setja út í gluggann sinn.
Ef Bjúknakræki þykir það gott, skilur hann eftir smágjöf í staðinn.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna