Hinn rólyndi, svifseini Bjúgnakrækir er ekkert að flýta sér og lætur ekki stressa sig jafnvel þó jólin séu á næsta leiti. Hann er níundi í röð þeirra jólabræðra sem yfirgefur fjöllin og þrammar af stað með öruggum, taktföstum, skrefum til byggða. Hins vegar þreytist hann fljótt á göngunni og þarf oft að stoppa til að hvíla sig.
Á leiðinni niður fjallið skimar hann því í sífellu eftir stórum, brúnum hesti sem ber nafnið Kraftur, en Kraftur hafði borið hann stóran hluta leiðarinnar um síðustu jól. En eins og nafnið ber með sér er Kraftur sterkur og dugmikill hestur og fer létt með að bera Bjúgnakræki á áfangastað.
Þegar Bjúgnakrækir kemur á bæina leitar hann strax uppi forðageymslur eða ísskápa heimilanna, í þeirri von að finna bjúgu.
Ef hann finnur bjúgu hengir hann eins mörg þeirra og hann getur um hálsinn á sér og þeysir af stað á næsta bæ í leit að fleiri bjúgum.
GOTT RÁÐ
Þeir sem vilja ekki eiga á hættu að Bjúgnakrækir taki öll bjúgu heimilins með sér, ætti að útbúa disk með góðum málsverði og setja út í gluggann sinn.
Ef Bjúknakræki þykir það gott, skilur hann eftir smágjöf í staðinn.