Áttundi jólasveinninn er hinn liðugi, vingjarnlegi Skyrgámur sem yfirgefur fjöllinn til að vera kominn til byggða nákvæmlega fjórum dögum á eftir Stúf. Af öllum bræðrunum þykir honum vænst um litla bróður sinn og hann finnur til sterkar ábyrgðartilfinningar gagnvart honum.

Án Stúfs er leiðist honum í fjöllunum og joggar léttilega af stað, því hugurinn ber hann hálfa leið.

En það er ekki bara Stúfur sem dregur Skyrgám til byggða, því Skyrgámur er nefnilega vitlaus í skyr. Þegar hann kemur til byggða leitar hann í öllum útihúsum og búrum að skyri sem hér áðurfyrr var geymt í stórum tunnum.

Aumingja karlinn ráfar vonsvikinn um bæina án þess að finna neitt, því Íslendingar eru löngu hættir að búa sjálfir til skyr og geyma það í útihúsum. Í dag kaupa allir Íslendingar bara skyrið sitt í kjörbúðum.

En sem betur er Skyrgámur ekki einn á ferð því hryssan Mysa slæst með í för. Fyrir smá brauðbita eða kjass á bakvið eyrað er hún viljug að bera Skyrgám milli bæja og aðstoða hann í leit hans að skyri og að sjálfsögðu einnig að Stúf litla.

Nafnið Mysa tengist skyrgerð, því svo er vökvinn nefndur sem fellur til við skyrgerð .

GOTT RÁÐ

Þeir sem vilja koma í veg fyrir að Skyrgámur snúi öllu við í útihúsunum sínum, geta reynt að koma fyrir það með því að setja skyrdósir út í glugga.
Ef Skyrgámi þykir skyrið gott skilur hann eftir litla gjöf í staðinn.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna