Áttundi jólasveinninn er hinn liðugi, vingjarnlegi Skyrgámur sem yfirgefur fjöllinn til að vera kominn til byggða nákvæmlega fjórum dögum á eftir Stúf. Af öllum bræðrunum þykir honum vænst um litla bróður sinn og hann finnur til sterkar ábyrgðartilfinningar gagnvart honum.
Án Stúfs er leiðist honum í fjöllunum og joggar léttilega af stað, því hugurinn ber hann hálfa leið.
En það er ekki bara Stúfur sem dregur Skyrgám til byggða, því Skyrgámur er nefnilega vitlaus í skyr. Þegar hann kemur til byggða leitar hann í öllum útihúsum og búrum að skyri sem hér áðurfyrr var geymt í stórum tunnum.
Aumingja karlinn ráfar vonsvikinn um bæina án þess að finna neitt, því Íslendingar eru löngu hættir að búa sjálfir til skyr og geyma það í útihúsum. Í dag kaupa allir Íslendingar bara skyrið sitt í kjörbúðum.
En sem betur er Skyrgámur ekki einn á ferð því hryssan Mysa slæst með í för. Fyrir smá brauðbita eða kjass á bakvið eyrað er hún viljug að bera Skyrgám milli bæja og aðstoða hann í leit hans að skyri og að sjálfsögðu einnig að Stúf litla.
Nafnið Mysa tengist skyrgerð, því svo er vökvinn nefndur sem fellur til við skyrgerð .
GOTT RÁÐ
Þeir sem vilja koma í veg fyrir að Skyrgámur snúi öllu við í útihúsunum sínum, geta reynt að koma fyrir það með því að setja skyrdósir út í glugga.
Ef Skyrgámi þykir skyrið gott skilur hann eftir litla gjöf í staðinn.