Hinn órólegi, ofvirki Hurðaskellir er sjöundi í röð jólasveinabræðranna sem leggur af stað til byggða. Hann getur vart beðið eftir því að byrja að hrekkja mannfólkið og setur á sig skíði til að vera fljótari í förum. En ferðin gengur ekki eins vel og ætla má, því karlinn er svo spenntur að hann nær engri einbeitingu á skíðunum og dettur stöðugt á hausinn.

Í einu af þessum fjölmörgu skiptum sem hann sat fastur í snjóskafli birtist honum hesturinn Grikkur sem kom eins og himnasending fyrir Hurðaskelli, til að skoða hver væri þarna á ferðinni.

Hurðaskellir, sem nú var orðinn langt á eftir tímaáætlun, krafsaði sig á fætur og setti eina ferðina enn á sig skíðin. Síðan greip hann í tagl Grikks og benti honum á hvert hann ætti að fara. Nú gekk ferðin eins og í sögu og Grikkur nam ekki staðar fyrren hann stóð framan við fyrstu bæjardyrnar í dalnum.

Þveröfugt við bræður Hurðaskellis sem læðast um hljóðlega gerir þessi háværi, karl vart við sig með því að skella aftur hurðum með svo miklum látum svo fólk hrekkur í kút. Þess vegna reynir mannfólkið að hafa allar dyr í það minnsta lokaðar og jafnvel læstar á þessum degi.

Það kom svo fljótlega í ljós að Grikkur, eins og nafnið ber með sér, hefur líka einstaklega gaman af því að hrekkja. Í ár var því opnum dyrum á hýbýlum manna skellt aftur með tvöföldum krafti svo að veggirnir nötruðu sem um jarðskjálfta væri að ræða og fólk hrökk í kút og flytti sér út á hlaðið.

GOTT RÁÐ
Þeir sem vilja komast hjá hrekkjum Hurðaskellis, geta sett stórt, rautt epli framan við dyrnar sínar. Í ár væri kannski betra að hafa þau tvö, því í þetta sinn er Grikkur með í för.

Þegar Hurðaskellir er í góðu skapi skilur hann eftir litla gjöf í staðinn.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna