17. DESEMBER – ASKASLEIKIR



Á mikilli hraðferð yfirgefur Askasleikir fjöllin og heldur niður fjallið. Hann er mikið as á honum, því hann vill vera á undan bróður sínum inn í eldhús heimilanna og stelast í pottana.
Síðan að Íslendingar hættu að borða mat úr öskum hefur verið ansi erfitt hjá honum. Bræður hans Þvörusleikir og Pottaskefill eru nefnilega líka fjótir að sölsa undir sig leifar af matardiskum sem verða á þeirra vegi.

Það er því ekki um auðugan garð að gresja fyrir Askasleiki og ástæðan fyrir því að hann er alltaf á hraðferð að reyna að vera á undan bræðrum sínum.

Þegar Askasleikir sér hvað Pottaskefill þeysist á gæðingnum Geysi í burtu var honum strax ljóst að hann myndi ekki vinna kapphlaupið í ár. Samt ákvað hann að láta reyna á það og tekst að ná hestinum Snarfara sem eins og nafnið ber með sér, er alveg einstaklega fljótur í förum og sá næst fljótasti í stóðinu.

Þegar þeir ná heim að bænum finnur greyið ekki neitt nema hreina diska, hnífapör og potta. Hann stekkur nú frá bæ til bæjar í þeirri vona að finna einhverja afganga, en það er eitthvað ósköp lítið sem fellur í hans hlut.

Þar sem Askasleikir er ekki matvandur borðara hann alla afganga sem hann finnur og sleikir skálarnar þar til þær glansa að innan.

GOTT RÁÐ
Sá sem vill komast hjá því að fá Askasleiki inn í eldhús til sín, getur reynt að setja disk með smurbrauði (helst með sultu) út í glugga.

Ef liggur vel á honum skilur hann eftir litla gjöf í staðinn.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna