Fjórði jólasveinninn er hinn langi, granni, Þvörusleikir. Þar sem hann hefur ekki mikið úthald á gangi, tekur hann alltaf með sér sleðann sinn í ferðalagið. Honum þykir svo gaman að bruna á fullri ferð niður brekkurnar. Þegar hann er kominn niður á jafnsléttuna pirrar það hann að þurfa að ganga restina af leiðinni og draga á eftir sér sleðann sinn.

En í ár var hann svo heppinn að hryssan Ausa varð á leið hans og ekki spillti nafn hryssunnar fyrir gleði hans. En Ausa ber líka nafn með réttu, því hún er ramm hrekkjótt og vís með að ausa hressilega um leið og einhver settist á bak.

En Þvörusleikir deyr ekki ráðalaus og batt sleðann aftan í tagl hryssunnar sem nú þýtur af stað til næsta bæjar með Þvörusleiki á sleðanum í eftirdragi.

Þegar Þvörusleikir er kominn á áfangastað læðist hann inn í eldhús og hefur með sér allar óhreinar sleifar og ausur sem hann finnur og sleikir í rólegheitum undir húsvegg. Húsráðendur eru að finna sleifarnar út um allan garð og stundum finnast þær ekki fyrren snjóa leysir um vorið.

GOTT RÁÐ

Þeir sem frekar vilja þvo sleifarnar sínar með vatni mættu reyna að setja stóra sleikbrjóstsykur í gluggakistuna handa Þvörusleiki svo hann hafi eitthvað að sleikja.
Þegar hann er í góðu skapi skilur hann eftir gjöf í staðinn.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna