Stúfur er minnstur af jólasveinabræðrunum 13 og jafnframt sá glaðværasti þeirra. Þar sem hann er ekki hár í loftinu og ansi skrefstuttur, sækist ferðin til byggða mjög hægt. Oft þarf hann að vaða snjóskafla alveg upp í mitti og taka á sig stóra króka til að komast yfir ár og læki.

En í ár var hann heppinn, því hann rakst á hestinn Glað á miðri leið. Glaður er eins og nafnið ber með sér einstaklega jákvæður og samvinnuþýður hestur. Það fór því strax vel á með þeim og Glaður haggaðist ekki á meðan Stúfur klifraði á bak. Síðan tölti Glaður varlega með Stúf litla á baki sér til byggða.

Þar sem Stúfur er ekki áfjáður í neinn sérstakan mat, byrjar hann ekki á því að leita uppi eldhús heimilanna, heldur stefnir beint á forstofuna. Hann læðist hljóðlátlega inn í húsin og fer sjaldan lengra lengra en inn á ganginn þar sem hann finnur skótau fjölskyldunnar.

Stúfur hefur nefnilega svo óskaplega gaman af því hlægja og skemmta sér. Nú skemmtir hann sér við að rugla saman skópörunum fjölskyldunnar og binda saman reimarnar á skónum.

Þegar heimilsfólið býr sig til að fara úr húsi daginn eftir finnur það allt í hrærigraut. Þá skemmtir Stúfur sér konunglega við að fylgjast með fókinu reyna að sortera skóna sína og leysa hnútana á skóreimunum.

GOTT RÁÐ

Hver sá sem vill draga athygli Stúfs frá fatahenginu og öllum skónum sem þar eru, ætti að setja skóna sína út í glugga. Ef Stúfur finnur skó í gluggasyllu húsanna setur hann oft eitthvað gott í þá.

Passar við þessa sögu:

JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR

Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna