GRÝLA, LEPPALÚÐI OG SYNIR ÞEIRRA 13

Íslensk börn hræddust öll tröllskessuna Grýlu



Í þjóðtrú Íslendinga eru jólasveinarnir þrettán komnir af tröllum og halda sig ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða, hátt upp í fjöllum allt árið um kring nema um jólin.  

Þegar skammdegið er sem svartast koma þeir hver á eftir öðrum til byggða til að hrekkja mannfólkið.

Sá fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól og sá síðasti á aðfangadag jóla. Síðan hverfa þeir hver á eftir öðrum í sömu röð aftur til sinna heima.


Hér áður fyrr voru jólasveinarnir notaðir til að hræða börn og var þeim lýst sem tröllslegum vættum, stórum og luralegum.


Þeir höfðu á brott með sér óþekk börn og stálu einnig ýmsu góðgæti af heimilunum. Einkum var móðir þeirra Grýla þekkt fyrir að næla sér í börn sem ekki höguðu sér skikkanlega og hafa sér til matar.

Hvað skyldi Grýla vera með í pokanum sínum?


En sem betur fer breyttist ímynd íslensku jólasveinanna smátt og smátt og um síðustu aldamót voru þeir farnir að líkjast mjög erlendu fyrirmyndinni Nikulás, tóku á sig mannsmynd, klæddust rauðum fötum og urðu vinir barnanna.

Nú á tímum fá öll þæg börn sem setja skóinn sinn út í glugga góðgæti frá jólasveinunum þrettán í skóinn.


Á komandi þrettán dögum munu birtast á HestaSögu nýjar sögur af íslensku jólasveinunum þrettán og fararskjótum þeirra sem eru að sjálfsögðu hestar!



Allar sögurnar eru myndskreyttar af listakonunni Maríu.

Grýla og Leppalúði eru sagðir foreldrar íslensku jólasveinanna
Enginn mátti fara í jólaköttinn um jólin
Jólakötturinn….
Ekki má Leppalúða vanta

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna