Það fór ekki framhjá Benedikt eldri hversu samviskusamlega hinn ungi nafni hans hugsaði um Faxa. Að sama skapi var hann var undrandi yfir því hvernig Faxi, sem var svo styggur og mannfælinn, tók umhyggju drengsins. Og ef hann var hreinskilinn við sjálfan sig, þá fann Benedikt fyrir votti af afbrýðisemi sem hann strax kæfði niður.

Hann fann mjög greinilega að þessi ungi drengur myndi gera allt sem hann gæti til að gera Faxa dvölina eins bærilega og honum væri unnt. Og það var það mikilvægasta.

Og þegar hann snéri aftur til byggða hitti hann fyrir ferfættan vin sinn í góðu ásigkomulagi. Hann fékk á tilfinninguna að tengslin milli drengsins og hestsins yrðu sterkari með hverju árinu sem leið.

Því má gera sér í hugarlund hversu vonsvikinn Benedikt yngri var, þegar nafni hans barði að dyrum eitt árið án þess að vera með Faxa með sér. Faxi hafði forfallast vegna meiðsla í hægri framfæti og Benedikt vildi ekki leggja þessa löngu ferð inn að Botni á hestinn og skildi hann eftir heima.

Þannig þurfti Benedikt yngra að láta sér minninguna um vin sinn duga. Vonbrigðin og sorgin sem lagðist yfir sálu hans trúði hann engum fyrir.

Þar sem Benedikt eldri var farinn að þekkja nafna sinn út og inn, hryggði það hann mjög að finna hversu sorgmæddur drengurinn var. Að sjá litla vin sinn, sem var kannski sá eini sem hann átti, svona niðurlútan fékk átakanlega á hann.

Þess vegna hafði hann með sér ungt tryppi tveimur árum síðar, sem hann gaf drengnum fyrir að líta eftir Faxa og hinum dýrunum, þegar hann var í burtu.

Benedikt yngri varð orðlaus af undrun og hamingju. Hann gerði sér einnig grein fyrir því hvað gjöfin þýddi fyrir hann. Vinur hans Benedikt hafði gefið honum dýr sem honum þótti vænt. Þvílíkur vottur um traust!

Benedikt yngri var frá sér numinn af gleði. Hann skildi líka strax þýðinguna á bak við þessa gjöf. Þó hann væri bara fimmtán ára og ekki orðinn fullorðinn ennþá, þá treysti vinur hans Benedikt honum fyrir folanum.

Benedikt yngri kom ekki upp orði svo hamingjusamur var hann. Þess vegna faðmaði hann Benedikt að sér og stundi upp með herkjum: „Hann minnir mig svo á gamla vininn minn. Þess vegna á hann að heita Faxi!“

Núna voru nafnarnir því orðnir fjórir sem sagt Benedikt eldri og yngri svo og Faxi eldri og yngri.


Árin liðu og jólaundirbúningurinn leið eins og undanfarin ár. Þegar þeir félagarnir voru að vinna saman í útihúsunum, gat Benedikt fylgst með því hvernig drengurinn umgekkst hestinn sinn.

Það gladdi hann mjög að sjá hvað var orðið úr folanum og sjá hversu náin tengsl höfðu myndast milli drengsins og folans.  Og að fylgjast með því hversu vel þeim leið í návist hvors annars, eyddi ferðaþreytunni úr lúnum beinum hans og veitti honum kraft til að takast á við ný verkefni.

Strax fyrsta árið eftir að hann gaf drengnum folann, leitaði sú hugsun á hann, að eiginlega hafði hann verið að gefa sjálfum sér gjöf, því besta gjöfin sem hægt er að gefa, er að geta glatt aðra og gert þá hamingjusama.

Og síðasta ferð sem hann fór um aðventuna uppá öræfi í leit að kindum hafði næstum kostað hann lífið.

Veturinn hófst með óvenjulegri hörku þannig að það var næstum ófært að ferðast um jafnvel í byggð. Allir velviljaðir sveitungar sem urðu á vegi Benedikts reyndu að tala hann af því að fara í eftirleitirnar. Aðeins einn ófyrirleitinn nágranni gerðist svo áræðinn að banka að dyrum Péturs og Sigríðar og bað Benedikt að svipast um eftir kindum sem hann vantaði í fjárhópinn sinn.

Það gerði hann þrátt fyrir að hann vissi að það væri glapræði að senda nokkra lifandi veru á þessum tíma uppá fjöll og gæti jafnvel leitt til dauða viðkomandi.

Við þessar aðstæður og síðast en ekki síst vegna þess að Benedikt var að leita að sauðfé nágranna síns þurfti hann að ferðast mun lengra en hann var vanur. Á aðfangadag jóla hafðist Benedikt við í litlum helli undir snjónum með næstum ekkert að borða, alveg uppgefinn og gegnum kaldur.

Hann varð að skilja Eitil eftir hjá kindunum sem honum hafði tekist að finna, því hann vissi að sauðurinn myndi halda hópnum saman. Og næsta dag gafst hann upp á að bíða eftir að veðrinu myndi slota og hélt einn til byggða. Kraftar hans dugðu aðeins til að koma Eitli og kindunum í lítið afdrep þar sem hann vonaði að þær myndu finnast ef farið væri að leita.

Á leið sinni til byggða var hann ekki hræddur um eigið líf heldur olli það honum áhyggjum að vita ekki hver myndi taka við af honum og fara í eftirleitir þegar hann gæti ekki sinnt því lengur.

En í þessum fjarlæga, afskekkta afkima veraldar ná kraftaverk jólanna líka að gerast.

Aðframkominn af þreytu tókst Benedikt að komast til byggða og banka upp hjá Pétri og Sigríði. Benedikt yngri var ekki heima. Sá síðast nefndi hafði safnað saman mönnum og þeir farið uppá fjöll að leita að Benedikt eldri þar sem hann hafði ekki skilað sér á tilsettum tíma til byggða.

Þeir fundu ekki Benedikt en fundu Eitil og kindahjörðina og koma þeim með sér til byggða.

Nú hafði Benedikt eldri haft eitt ár til að hugsa um framhaldið. „Ég er orðinn gamall og get ekki lengur tekist á við hætturnar sem steðja að „ varð hann að viðurkenna fyrir sjálfum sér.

Honum var ljóst að hann bar líka ábyrgð á fjórfættum vinum sínum og að hann gæti ekki haldið þessum ferðum óbreytt áfram. En samt gat hann ekki sætt sig við að kindur yrðu úti uppá fjöllum.

Því hóf hann undirbúning sinna árlegu eftirleita eins og hans var venja og lagði af stað í eftirleitirnar fyrsta sunnudag í aðventu eins og ekkert hefði í skorist.

En þetta árið var allt með öðru sniði en fyrri ár. Veturinn hafði verið óvenju mildur og skyggnið var óvenju gott. Það var sólríkt og heiðblár himinn, þannig að það var eins og  náttúran væri að bæta honum upp hrellinga síðast liðins árs.

Benedikt sóttist ferðin vel og hann gat því leyft sér að spjalla stutta stund við þá sveitunga sína sem urðu á vegi hans. Hann var kominn mun fyrr en venjulega í Botn og þar var heimilisfólkið ekki farið að búast við honum. En það breytti engu og var tekið á móti honum jafn hjartanlega og vanalega.

Allt gekk fyrir sig eins og fyrri árin. Nafnarnir fóru saman í útihúsin og hugsuðu um dýrin. Benedikt eldri fylgdist ánægður með því hversu náin tengsl höfðu myndast milli unga mannsins og hestsins sem hann hafði gefið honum.

„Ég er ekki einn af þeim sem gef fyrirheit “  sagði sá gamli og rauf þögnina. „Hins vegar verð ég að viðurkenna að sú spurning leitar á mig hver komi til með að leita að eftirlegukindunum þegar mín nýtur ekki lengur við. Ég er orðinn gamall og get það bráðum ekki lengur.

Kæri vinur ég segi þér það bara hreint út. Þú ert sá eini sem ég get hugsað mér að geti fetað í mín fótspor. Þú ert ungur, hraustur og sterkur og þekkir fjöllin næstum eins vel og ég. En síðast en ekki síst, þá elskar þú dýrin á þann veg sem ég hef ekki séð hjá neinum öðrum. Ég held að forsjónin hafi komið því þannig fyrir að þú eigir að taka við af mér“.

„ Ef við lítum á veðrið eins og það hefur verið þetta árið fram til þessa“, hélt hann áfram, „það er eins og óskir mínar séu að rætast. Veðrið er svo milt og gott sem best verður á kosið og tilvalið fyrir þig að búa þig undir þetta verkefni. Eigum við ekki að fara saman og ég sýni þér hvar ég finn yfirleitt kindurnar og hvar þú getur hvílt þig og safnað kröftum þegar á þarf að halda?“

Þýtt úr þýsku
Framhald næsta sunnudag

Í þessu stutta myndbandi getið þið séð hvernig Maja gerir myndina vinátta.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna