Ég vil tileinka Kristínu vinkonu minni þessa sögu, en hún gaf mér bókina Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í jólagjöf í fyrra. Og þó hún sé búin að búa í Þýskalandi í rúmlega 25 ár, hefur hún ennþá mjög sterkar taugar til Íslands, til fólksins sem býr þar, til dýranna, landlagsins og íslenskra þjóðhátta.


Enn á ný var liðið að jólunum – hvert hafði tíminn flogið? Lóan, var löngu farin af landi brott. Honum fannst það hafa verið í gær, sem hann fylgdist með lóunni búa sig undir hina löngu ferð yfir Norður-Atlandshafið til Nýfundnalands.  Ekki var von á henni aftur fyrren næsta vor þegar klaka leysti við strendur Íslands og náttúran vaknaði til lífs á nýjan leik.

Tíminn hafði liðið hratt og árið verið mjög annasamt. Fjölmarga daga hafði hann þurft að strita í erfiðisvinnu, einkum yfir heyskapartímann. Slíkir dagar ætluðu aldrei að taka enda og hann fann óþægilega til aldurs síns. Hann stóð sig að því að telja klukkustundirnar og mínuturnar þar til hann gæti lagst þreyttur í rúmmið sitt.

Og nú voru bara nokkrir dagar til aðventunnar. Það var sá tími ársins sem hann hlakkaði mest til. Hann eyddi alltaf síðustu vikunum fyrir jólahátíðina uppá fjöllum því þar fannst honum hann vera frjáls og engum háður.

Mestan part ársins var hann kaupamaður hjá bændunum í sveitinni. Á sumrin var hann aðallega í heyskaparvinnu en á veturna hugsaði hann um mest um sauðfé fyrir bændurna, gegn fæði og húsnæði. Þær fáu stundir sem hann hafði aflögu sýslaði hann eitthvað með sínar eigin fátæklegu eigur.

Það var alltaf eitthvað hægt að dytta að gömlu útihúsunum sem hann átti. Á sunnudögum að lokinni messu notaði hann tímann til að verka hey handa sínum eigin skepnum af túnum sem hann hafði leigt.


Benedikt átti örfáar kindur, eitt hross, sauð og hund. Þessi þrjú síðast nefndu Faxi, Eitill og Leó voru það dýrmætasta sem hann átti. Þau voru farin að eldast eins og hann sjálfur.  En hann vissi að hann gat treyst þeim betur en nokkrum manni. Hann hafði upplifað með þeim margar hættulegar ferðir um óbyggðir Íslands og aldrei höfðu þau svikið hann.

Þrátt fyrir það var Benedikt ekki einfari. Nei, þvert á móti! Hann var mjög vel liðinn hjá bóndanum sem hann var í vist hjá og einnig hjá öðrum sveitungum sínum. Hann var vinnusamur og vingjarnlegur við alla. Það var leitun að manni sem var jafn hjálplegur og hann.

Það má jafnvel segja að á sinn hátt væri hann félagsvera. Hann afþakkaði aldrei kaffiboð og lét sig ekki vanta ef hóf voru haldin í sveitinni. En hann tranaði sér aldrei fram og virkaði yfirleitt næstum feiminn á nærstadda.  Samskipti hans við aðra í sveitinni voru vingjarnleg, en hann hélt sveitungum sínum alltaf í vissri fjarlægð sem þeir virtust virða.

Hann var oft efni í slúðursögur sveitarinnar, en slúðursögur eru vinsælt form skemmtunar í fjarlægum heimshornum. Auðvitað veltu sveitungar hans því fyrir sér af hverju hann umgekkst ekki fólkið í sveitinni eins og aðrir gerðu.

Sumir sögðu að góður vinur hans hefði brugðist honum þegar hann var ungur. Aðrir sögðu að hann hefði verið svikinn af ungri stúlku sem hann elskaði heitt og innilega.

Enginn vissi hina raunverulega ástæðu fyrir þessari mannafælni og í rauninni skipti það heldur ekki neinu máli.

Benedikt lifði sínu lífi í bæði innan sveitarfélagsins og í útjaðri þess. Það má kannski líkja því við hvernig hann gat samtímis verið í vinnu hjá örðum og verið sinn eigin herra.

Hann var mjög hreinn og óspilltur, ótrúlega tilfinningaríkur og í alla staði mjög einstakur persónuleiki. Það skynjuðu allir í kringum hann. Sveitungarnir voru líka handvissir um að hann ætti verndarengil. Það hafði sannast síðast liðinn vetur og einnig kom það fram í nafninu hans „Benedikt“ sem þýðir „hinn blessaði“ !

Þegar degi tók að halla og fannfergi ástamt frosthörkum allsráðandi, reyndu flestir að nota tímann til að hvíla lúin bein.

Einkum kom þetta vinnuhlé í skammdeginu sem vetur konungur hafði fyrirskipað sér vel fyrir þá sem gátu setið í hlýjum baðstofunum og safnaði kröftum fyrir vorið áðuren náttúran vaknaði aftur til lífsins og vorverkin hæfust.

En þetta átti ekki við um Benedikt.

Næstum uppá dag í rúmlega tuttugu og sjö ár,  fór Benedikt í eftirleitir fyrsta sunnudag í aðventu til að leita að eftirlegukindum og koma þeim í skjól.

Það voru ekki hans eigin kindur, því hann var löngu búinn að sækja og hýsa þær í fjárhúsunum sínum. En það sama var ekki hægt að segja um fjölmarga sveitunga hans.

Þeir drógu það langt fram eftir hausti að fara upp á fjall að vitja kindanna sinna. Þá var veðrið orðið umhlaupasamara og hættulegra. Því urðu ferðirnar styttri og ekki eins mikil umsvif þannig að ansi oft varð fjöldi sauðfjár eftir á öræfunum sem ekki fundust í leitunum.

Benedikt gat ekki hugsað sér á komandi vori að finna þessar vesalings skepnur, sem höfðu drepist miklum kvalardauða í vetrarhörku upp á óbyggðum Íslands. Allir í sveitinni vissu um þessar eftirleitir Benedikts.

Sumir hrisstu hausinn yfir uppátæki hans. Þeir áttu bágt með að skilja hvernig á því stóð að einhver hætti lífi sínu fyrir sauðfé annarra.

En þeim þótti líka vænt um þennan einsama flakkara og höfðu áhyggjur af honum. Þeir buðu honum mat og drykk þegar hann átti leið framhjá bæjunum þeirra.

Sumir reyndu líka að fá Benedikt ofanaf fyrirætlun sinni. En einnig voru aðrir sem nýttu sér góðmennsku hans í þágu eigin hagsmuna og komu honum í lífsháska.

 


Fyrir þá sem ekki hafa kynnst Benedikt ennþá skal greint frá því að Benedikt var alltaf einn á ferð þ.e.a.s honum fylgdi ekki nokkur maður. Heldur fylgdu honum alltaf á hálendisferðum hans sauðurinn Eitill og hundurinn Leó. Hestinn Faxa þurfti hann að skilja eftir því djúpur snjór í óbyggðunum sem hylur gil og gljúfur og skapaði hættur hentaði ekki fyrir hófana hans.

Fyrstu árin kom hann Faxa fyrir á síðasta bænum í dalnum áðuren haldið var á öræfin. Hann vildi ekki að aðskilnaðurinn væri lengri en nauðsyn bæri á því hrossið var mjög hænt að honum. Einnig var Faxi líkur eiganda sínum að því leyti að hann átti eriftt með að þýðast ókunnuga.

En Faxi var í góðum höndum hjá heimilisfólkinu að Boti sem var síðasti áfanginn áður en Benedikt lagði upp á fjöllin. Hér bjuggu Pétur og Sigríður með börnunum sínum. Benedikt hafði myndað mjög sterk bönd til elsta barnsins.

Ekki aðeins að þeir væru nafnar sem var mjög sérstakt á þessu slóðum, því þetta nafn var mjög sjaldgjæft. Bæði nær og fjær voru engir sem báru þetta nafn og ekki var heldur að finna nafnið í forfeðratali fjölskyldunnar það gerði þetta enn merkilegra.

Allt frá fyrsta fundi þeirra fyrir mörgum árum þegar Benedikt yngri var barn kom þeim vel saman. Það var eins og sálir þeirra væru skyldar og þeir áttu margt sameiginlegt eins og t.d. voru þeir báðir mjög hændir að dýrum, báru djúpa virðingu fyrir náttúrunni og töluðu ekki mikið.

Benedikt yngri fann það yfirleitt á sér þegar nafna hans bar að garði og opnaði fyrir honum dyrnar áður en Benedikt eldri gat bankað.

Ef hann var upptekin í vinnu hittust þeir iðulega í útihúsunum. Eftir stutt hjartanleg faðmlög sinntu þeir dýrunum saman þögulir.

Þýtt úr þýsku

FRAMHALD NÆSTA SUNNUDAG

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna