Tileyrir þú þeim hópi fólks, sem hlakkar árlega til aðventunnar?
Þrátt fyrir að á þessum tíma ársins sé oft á tíðum allt of stuttur tími til útreiða, er hægt að bæta sér það upp með öðrum hlutum.
Þegar dimmt er úti og veðrið ekki upp á það besta er kominn rétti tíminn til að lesa.
Þá er hvergi til betri staður en notalegur sófi heima í stofunni sinni.
Hvað er betra en að kúra undir teppi og sökkva sér niður í framandi heima?
Jólin eru líka tími til að koma öðrum skemmtilega á óvænt og af því tilefni erum við einmitt með tvær uppákomur handa ykkur.
Sú fyrri er jólasaga í fjórum hlutum sem er fallega myndskreytt af listakonunni Maríu Sigríði Gísladóttur. Þannig að á næstu fjórum aðventusunnudögum getið þið ekki aðeins kveikt á nýju kerti heldur einnig lesið næsta kafla í framhaldssögunni okkar.
Aðalpersóna jólasögunnar okkar heitir Benedikt sem lendir með ungum nafna sínum í ýmsum ævintýrum og ógjörningum. Maja hefur búið til til lítið myndband handa ykkur þar sem hún sýnir hvernig hún skapar Benedikt með vantslitunum sínum.
Og þar með er ekki allt komið, því jólunum fylgir að sjálfsögðu alltaf jóladagatal.
Við hjá HestaSögu höfum undirbúið handa ykkur dagatal, en það byrjar ekki að telja niður dagana fyrren 13 dögum fyrir jól.
Og þið megið nú geta af hverju það er!
Við óskum ykkur ánægjulegra stunda með HestaSögu á aðventunni!