
STÍGANDI FRÁ KOLKUÓSI
Muna ekki einhverjir ennþá eftir stóðhestinum Stíganda frá Kolkuósi, sem var lengi einn aðal ræktunarhestur Heidi Schwörer, Schloß Neubronn í Þýskalandi?
Án efa eru sumir sem minnast hans sem frábærs kynbótahests og ættföðurs margra góðra reiðhrossa, en ekki er víst að margir í dag viti að framtíð Stíganda sem ræktunarhests var fyrst í stað ekki mjög björt.