AÐ ÞVINGA HROSS TIL HLÝÐNI GETUR HAFT ALVARLEGAR AFLEIÐINGAR

Örlög fyrsta hestsins sem ég eignaðist voru því miður sorgleg. Ég óskaði þess að öllu hjarta að mér tækist að temja hestinn, en það rættist því miður ekki!


Ég var bara barn að aldri þegar ég fékk hest sem hét Rjómi að gjöf. Þetta var mjög erfiður hestur en í mínum augum var hann einstakur og mér þótti mjög vænt um hann. Þegar ég kynntist honum var hann í eigu nágrannakonu okkar á Íslandi. Ég var oft að hjálpa til í hesthúsinu hjá henni. Ég fór þangað svo til á hverjum degi eftir skólann, mokaði út úr stíunum og fékk í staðinn að fara á hestbak eins og ég vildi. Ég lærði heilmikið hjá henni á þessum tíma.

Hrossin sem hún ræktaði voru mjög stór og sterklega byggð, enda var hún sjálf engin smásmíði. Hrossin gátu því vandræðalaust borið hana eða manninn hennar á sumrin í hestaferðum um hálendi Íslands eða í fjárleitum á haustin. En hrossin þeirra voru aðallega notuð í þessum tilgangi.

Sum hrosin þeirra voru ekki auðveld í umgengi eða reið. Einkum man ég eftir einni fallegri hryssu sem þau áttu sem eignaðist afkvæmi sem voru mörg hver erfið í tamingu. Til dæmis beit dóttir hennar sem hét Bára eitt skipti í hártoppinn á mér. Hefur kannsi tekið feil á hárinu á mér og hálmi.

En ég get í rauninni ekki láð henni það, því í þá daga var hárið á mér hálfúfið og leit út eins og hálmur. Bára var mjög erfið í reið og afskaplega körg. En það vandamál var leyst á annan hátt en hjá bróður hennar.

Hann fékk nafnið Rjómi, því hann var fallegur, grávindóttur geldingur. Mér var vel við Rjóma því hann var vinalegur og þægur, fimm vetra gamall og tekin á hús til að temjast. Á kvöldin sat ég oft með vinum mínum á baki hestanna sem stóðu í stíunum sínum og drakk heitt kakó.

Við nutum þess að finna hitann sem kom frá líkama þeirra og elskuðum að horfa að þá tyggja heyið sitt. Flest hrossanna sem tekin voru á hús voru ótamin. Það aftraði okkur ekki frá því að príla á bak þeirra, því þeir gátu ekki ólátast mikið í stíunum sínum, enda reyndu þeir það heldur ekki.

Rjómi reyndist vera erfiðastur af afkvæmum hryssunnar í tamningu. Án knapa var hann besti hestur á jarðríki og það var ekkert sem gat komið honum úr jafnvægi.

En einmitt þessi eiginleiki reyndist vera aðalvandamálið við hann. Það var ekki hægt að ríða honum frá hesthúsinu. Hann var svo kargur að það var ekki hægt að koma honum neitt áfram. Hann stóð eins og hann væri límdur við jörðina og haggaðist ekki sama hvað á gekk. Hann kippti sér ekki upp við neitt. Hann neitaði að hreyfa sig og vildi frekar láta stjana við sig heima fyrir.

Eigandi hans reyndi að sporna við þessu og reyndi allt mögulegt til að fá hann úr sporunum. Ef hann var tekinn í taum eða rekin með öðrum hrossum fylgdi hann fyrst í stað með en eftir stutta stund stoppaði hann og neitaði algjörlega að halda áfram svo það varð að snúa við.

Að lokum missti konan sem var með hann í tamningu þolinmæðina. Ef hann ekki hreyfði sig með góðu skyldi hann þvíngaður til að hreyfa sig. Þetta var árið 1998 og ég man sem það hefði gerst í gær og mun aldrei gleyma.

Það var komið rökkur þegar þrír menn ásam konu komu í hesthúsið. Þau gripu Rjóma, settu á hann hnakk og beisli og teymdu hann út fyrir hesthúsið. Allir í hesthúsahverfinu stóðu fyrir framan húsin sín og horfðu með stórum augum á það sem fram fór. Bíll var líka til reiðu.

Eigandi Rjóma fór á bak ásamt tveimur öðrum mömmun og þau riðu af stað. Rjómi sem var algjörlega óviðbúinn fylgdi fyrst í stað reiðmönnunum en eins og vanalega stoppaði hann eftir smá stund og neitaði algjörlega að fara lengra. Nú hóft hræðilegt sjónarspil:

Bílnum var keyrt aftan við Rjóma og ökumaðurinn byrjaði að liggja á flautunni eins og vitlaus maður. Síðan var bílinn notaður til að ýta Rjóma áfram. Og ekki nóg með það heldur var líka maður með písk sem gekk við hlið Rjóma og pískaði hann áfram. Mitt í öllum þessum látum var Rjómi greyið núna rammstaður af hræðslu!

Það eina sem þeir græddu á þessum aðförum var að hafa þokað aumingja dýrinu rétt út fyrir hesthúsahverfið þar sem Rjómi fór að prjóna í örvinglun sinni. Það endaði síðan með því að hann prjónaði yfir sig og datt tvisvar. Þegar hér var komið sögu gat ég ekki lengur horft á þetta og hljóp hágrátandi heim til móður minnar.

Næsta dag fór ég skjálfandi í hesthúsið því ég vissi ekki á hverju ég átti von á. Þegar ég kom inn í húsið stóð Rjómi í stíunni sinni salla rólegur og heilsaði mér eins og hann var vanur að gera með flipanum.

Eigandi Rjómi var sem betur fer ómeidd eftir ævintýri gærdagsins. Hún kom strax til mín og sagði við mig: „Ég er búin að gefast upp. Þú mátt eiga Rjóma. Hann er ekki til neins nýtur en ég get ekki heldur slátrað honum. Ég get ekki fengið mig til að gera það.“

Nú var Rjómi orðinn hesturinn minn! Fyrsti hesturinn sem ég eignaðist var vandamálahestur. En mér var alveg sama um það.

Ég verð að viðurkenna að ég komst ekki mikið lengra með hann í tamningunni.

En mér þótti mjög vænt um hann þrátt fyrir það og krafði hann ekki um mikið. Ég reið honum heim að húsinu okkar þar sem hann fékk að bíta gras í garðinum okkar. Okkur þótti mjög vænt um hvort annað og það var það mikilvægasta. Hann gerði mér aldrei neitt mein.

En því miður fór eitthvað úr skorðum hjá honum þetta umrædda kvöld, því ókunnugir gátu ekki hættulaust nálgast hann lengur.

Hann bæði beit og sló og réðist jafnvel á börn. Hann hleypti bara mér, móður minni og vinkonu minni að sér. Rjómi var orðinn hættulegur öllum sem öðrum sem reyndu að nálgast hann eða ætluðu eitthvað að fást við hann.

Þar sem ég var aðeins ellefu ára var ég alltof ung til að taka ábyrgð á svona óútreiknanlegum hesti. Það endaði því með því að hann fór í sláturhúsið. Þetta var hræðilegt áfall fyrir mig!

Enn þann dag í dag eftir allan þennan tíma yfirbuga mig minningarnar og tilfinningarnar þegar ég hugsa um hann.

Ég spyr stundum sjálfan mig hvort ég væri fær um að ríða honum í dag með alla þá þekkingu sem ég hef aflað mér í millitíðinni. Það er eðlilegt að tólf ára barn gæti ekki ráðið við þetta verkefni.

En eitt er víst: Ég hefði aldrei farið þann veg sem ég valdi mér í hestamennskunni ef ég hefði ekki kynnst honum og kynnst öllum þessum erfiðu hrossum.

Eftir þessa upplifum með Rjóma hafa vandamálahross með erfiðan feril og mislukkað samband við manninn togað í mig.

Mörgum þeirra hefur mér tekist að hjálpa, þó ég hafi ekki getað hjálpað Rjóma mínum þá. Þannig hefur hluskipti hans fengið tilgang í tilverunni og fyrir mér lifir hann einhvern veginn áfram í gegnum starfið með vanddamálhross!

Passar við þessa sögu:

JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR

Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna