Gertrud Heller var ákveðin í að ríða Goða alla leið til Rómar, þess vegna fékk hann viðurnefnið Rómaborgarhesturinn. Mynd/Carina Heller.

Goði var í öðrum eða þriðja ferðahópnum sem áði á búgarðinum okkar. Þessi stóri, rauði geldingur hafði upplifað ýmislegt á sinni stuttu ævi og gengið kaupum og sölum manna á milli.

Upphaflega átti að nota hann sem keppnishest í fimmgangi – en nei, Goði var ekki nógu góður í það hlutverk svo hann var seldur. Næsti eigandi ætlaði að keppa á honum í skeiði – en nei, Goði passaði heldur ekki í það hlutverk svo hann var seldur. Þriðji aðilinn sem keypti Goða ætlaði að nota hann sem ferðahest og til að bera þunga hluti í langferðum – en nei, Goði hentaði heldur ekki í það hlutverk.

Hið eina sanna hlutverk og það hlutskipti sem forlögin voru búin að ætla Goða var að verða aðalreiðhestur móður minnar.

Það bar þannig til.
Þegar Goði kom til okkar var hann búinn að ganga kaupum og sölum á milli manna, feldur hans mattur og augun mjög þreytuleg. Hann leit út fyrir að vera kominn yfir þrítugt þó hann væri ekki nema rétt rúmlega sjö vetra. Hann var grindhoraður, þreyttur á líkama og sál og haltur í þokkabót. Hann neitaði að halda áfram. Þetta var sorgleg sjón að sjá.

Ferðafólkið sem átti hann varð því að skilja Goða eftir hjá móður minni en sagðist myndu koma og sækja hann á hestakerru um leið og þau hefðu náð áfangastað.

En úr því varð ekkert, því nú snérust örlög Goða honum til heilla. Móðir mín var búin að taka eftir raunum hans og festa augastað á honum. Hún vorkenndi Goða svo mikið að hún hugsaði sig ekki tvisvar um og keypti hann.

Ég átti bágt með að trúa að því sem gerðist, því hún borgaði meira að segja dágóða upphæð fyrir þessa höltu, horrenglu. En Goði átti eftir að þakka henni það allt sitt líf og móðir mín upplifði sínar bestu stundir á hestbaki með honum.

Hún nostraði við hann og peppaði upp þar til að hann var kominn með kvið og feldur hans fór að glansa. Hún hafði tröllatrú á hörfræjum og dældi þeim í hann. Hún var ekki í vafa um að Goði myndi fá sterka hófa af þeim og að feldurinn færi að glansa.

Og Goði fór að blómstra. Loksins var hann kominn í hlutverk sem hentaði honum fullkomlega. Ganglag hans breyttist úr höltu klikki, klakk, klikki, klakk yfir í þróttmikið tikk, takk, tikk, takk, tikk, takk.

Gamli myllusteinninn þjónaði þeim tilgangi að verða klifurhjálp fyrir Gertrud Heller. Mynd/Carina Heller.


Þegar Goði var búinn að ná sér af heltinni ákvað móðir mín að prófa að fara á bak honum. En það var allt annað en auðvelt að komast á bak á Goða, því hann var mjög stór og móðir mín var hálffötluð vegna gamalla meiðsla í öxlinni.

Hún átti í mestu erfiðleikum með að hífa sig á bak. Í þá daga þótti það ekki við hæfi að notast við hjálpartæki við að stíga á hestbak. En móðir mín dó ekki ráðalaus. Hún fór að nota gamlan myllustein sem var til skrauts í bakgarðinum okkar sem upphækkun til að eiga auðveldara með að klífa á bak Goða.

Og nú sýndi Goði einn af sínum aðalkostum. Hann gat nefnilega staðið kyrr í sömu sporum í heillangan tíma eða þar til móðir minni hafði tekist að hífa sig á bak honum.

Og eftir að hún var sest í hnakkin stóð hann hreyfingalaus þangað til hún var búin að koma sér vel fyrir. Aðeins neðri vör hans hreyfðist örlítið. Hann beið þolinmóðir þar til hún kallaði til okkar, „jæja krakkar, við getum lagt í hann“ og þá var líka lagt af stað.

„Draumateymið“ Gertrud Heller með Goða sínum. Mynd/Carina Heller

Goði var skeiðhestur, nánar tiltekið eiginlega lullari. En það skipti móður mína ekki miklu máli. Hún hafði riðið út á Hetti í mörg ár á höstu brokki þvers og krus um akrana. Henni fannst lullið hans Goða hátíð miðað við það.

Það mikilvægasta fyrir hana var, að á Goða var hún örugg, því hann fór að fúsum og frjálsum vilja með henni hvert sem var. Það hefði getað sprungið sprengja við hliðina á honum án þess að honum svo mikið sem brygði við og hann hefð bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Stundum hreyfðist undirvörin aðeins meira en venjulega, en það var ekki mikið meira. Móðir mín reið Goða hvert sem var. Hvort heldur það var Sünteltal, Deister, í sandfjörunni eða í Harz héraðinu.

Goði var líftryggingin hennar. Hún var hestsár og lánaði hann mjög sjaldan og aðeins ef hana langaði til að miðla einhverjum óöruggum, hræddum reiðmanni af upplifum sinni og hrifningu á hestbaki.

Þegar hún tók þátt í kvadrillju-sýningum var hún alltaf fremst í flokki með Goða sinn. Hún hafði mjög sérstaka ásetu, því hún hallaði sér alltaf örlítið fram á hálsinn, sem truflaði Goða alls endis ekki neitt. Svo var hún alltaf með stuttan písk í hendi. Goði fór aldrei hraðar en hún vildi og hún ofgerði honum aldrei á neinn hátt í reið.

Hún treysti sér og var til í að gera allt með honum, þannig að þegar hún las grein í hestatímariti um ferðalag á hestum til Rómaborgar var ekki aftur snúið.

Full af áhuga talaði hún aftur og aftur um að fara ríðandi á Goða til Rómar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu ferðalagi hennar til Rómar á hestbaki.

Er ég fletti í gegnum bókina „Der große Ritt (yfir þvera Ameríku á hestbaki)“ eftir Max Indermauer, hnaut ég strax um texta í inngangi bókarinnar. Viti menn… þar nákvæm lýsing á hugmyndum hestamannsins Max Indermauer frá Sviss að hestaferð til Rómaborgar sem aldrei var farin!

Úr bókinni „Alles ISI“ eftir Carinu Heller, bls. 63-65.
Þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR

Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna