Titel-Hringrás lífsins

Það má líkja því við kraftaverk, þegar nýtt líf lítur dagsins ljós. Frsti grátur kornabarns eða tilraunir nýfædds folalds til að brölta á fætur eru dæmi um það. Þeir sem hafa upplifað slík augnablik öðlast ógleymanlegar minningar og sumir eins og ég geyma jafnvel heilar sögur.



Að halda hryssunni minni „Lukku“ var draumur sem við fjölskyldan höfðum lengi átt, en aldrei látið verða af. Eða kannski réttara sagt, draumur mannsins míns sem dagsdaglega hefur lítið með hestamennsku að gera.

Samt vék hann aftur og aftur tali að að því, að nú væri kominn tími til að fá folald undan Lukku og fylgjast með því vaxa. Ég hins vegar leit þessa á fyrirætlun mun raunsærri augum. Ég vissi, að það er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt að rækta hross og auk þess engin trygging fyrir því, að úr folaldinu verði draumahesturinn.

Mér tókst lengi vel að sporna við þessari hugmynd og umræðuefnið féll í gleymsku þar til móðir mín veiktist alvarlega. Til að hughreysta mig, stakk maðurinn minn því að mér, að nú væri kominn tími til að fara með Lukku undir stóðhest og í þetta skipti setti ég mig ekki upp á móti hugmyndinni.

Val á rétta stóðhestinum, undirbúningur og framkvæmd þessa verkefnis leiddu huga minn um stundarsakir frá veikindum móður minnar. Skömmu eftir sjúkdómsgreininguna lést móðir mín eftir stutta sjúkralegu. Ég féll þá í hálfgert þunglyndi og fann ekki lengur til tilhlökkunar yfir folaldinu. En smátt og smátt tóskt mér að vinna bug á sorginnni og fór að finna fyrir eftirvæntingu.

Að folaldið myndi fæðast þann 27. júní sem var afmælisdagur móður minnar og brúðkaupsdagurinn okkar hjónanna, var ég búin að tilkynna öllum sem vildu heyra það í kringum mig.

Svo þegar 27. júní 2011 loksins rann upp fór ég eldsnemma á fætur og flýtti mér út á tún til Lukku. Mér til mikillar gleði sá ég lítinn dökkan hnoðra skoppandi um við hlið móður sinnar! Þarna var Lukka mín í morgunsólinni með litlu dóttur sinni. Ósegjanleg gleðitilfinning fór um mig á þessu augnarbliki sem sýndi mér hversu ótrúlegt kraftaverk hringrás lífsins er.

Nú er Ylfa orðin að stórri myndarlegri hryssu. Hún er skemmtileg, falleg og fljót að læra – hún er draumahesturinn okkar númer tvö!

Þýtt úr þýsku

Ylfa vom Freyenberg gleðigjafi eiganda síns

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna