BRAGÐAREFURINN „ERRÓ“

Bordercollie hundurinn minn Erró fékk að lifa mjög frjálsu lífi hjá fyrri eiganda sínum á Íslandi. Hann hefur alltaf verið einstaklega sjálfstæður og uppátækjasamur eins og eftirfarandi atvik ber vott um.


Hundurinn Erró, sem hét áður Kjarkur, fékk að lifa nokkuð frjáls ferða sinna hjá fyrri eiganda sínum á Hellu.
Á næsta bæ var tík sem hann var einstaklega hrifinn af og heimsótti svo til daglega. Yfirleitt reikuðu þau eitthvað saman um nágrennið, en þegar tíkin var á lóðaríi, var hún alltaf lokuð inn í þvottahúsi. Húsfreyjan á bænum passaði síðan vel uppá að tíkin slyppi ekki út á meðan hún var í þessu ástandi.

Þá sat Erró greyið alltaf þolinmóður við þvottahúsdyrnar og beið árangurslaust tímunum saman eftir að fá að hitta vinkonu sína.

Dag einn leit húsfreyjan út um eldhúsgluggann og tók eftir því að Erró var kominn eina ferðina enn til að heimsækja tíkina. Konan brosti nú breitt og kallaði til hans:

„Þú getur beðið eins lengi og þú vilt seppi minn! Þér hefur nú tekist að hvolpafylla flestar tíkur hér í nágrenninu en mína tík skaltu ekki fá. Hún liggur inní þvottahúsi og hurðin er harðlokuð og verður ekki opnuð fyrir þig!“

Síðan hélt konan áfram störfum sínum og gaf hundinum ekki fekari gaum.

Eftir hádegið komin sól og léttur andvari svo konan ákvað að þerra þvottinn sem hún var að þvo úti á snúru sem var við húsið. Hún setti þvottinn í bala og hafði með sér út og hengdi síðan upp á snúruna. Hún gleymdi náttúrulega ekki að loka þvottahúsinu vel og vandlega á eftir sér.

Síðan fór hún aftur inn í húsið og lét balann inn í þvottahús til tíkarinnar. Stuttu seinna varð henni litið út um eldhúsgluggann og sá þá sjón sem fékk hana til að titra af reiði.

Þarna var hundurinn Erró kominn í nýþvegna þvottinn hennar og tosaði urrandi og geltandi hverja flíkina á fætur annarri niður af þvottasnúrunni í grasið! Á svipstundu fauk svo í konuna að hún varð öskuill.

„Hvað á þetta að þýða kvikindið þitt! Bíddu bara þar til ég næ mér niður á þér“ hugsaði hún og hentist út um dyrnar til að reka í burtu sökudólginn. Erró tók strax á rás þegar hann sá húsfreyjuna koma í þessu æðiskasti askvaðandi til sín.

Ánægð með að hafa bjargað þvottinum sínum og rekið hundinn á brott hófst konan nú handa við að safna saman flíkunum og hengja aftur upp á snúruna. En skyndilega laust allt önnur hugsun niður í huga hennar:

„Hafði hún munað eftir að loka hurðinni? Var tíkin ennþá í þvottahúsinu… En það var þá þegar orðið um seinan. Hún sem stóð í þeirri trú að hún hefði veitt hundinum eftirminnilega áminningu! – en það fór víst á aðra leið. Því það var hundurinn sem hafði borið sigur úr bítum og leikið á hana!

Er hún hafði stokkið í ofboði út um dyrnar til að bjarga þvottinum sínum, hafði hún gleymt að skella á eftir sér hurðinni. Erró var ekki lengi að nýta tækifærðið og smaug óséður inn í þvottahúsið þar sem tíkin var.

Og það þarf engan að undra að tveimur mánuðum eftir að ofangreint atvik átti sér í stað fæddi tíkin tólf litla sæta hvolpa.

Ég hef stundum hugsað um það hvort það geti verið að Erró hafi ráðist á þvottinn til að lokka húsfreyjuna út úr húsinu svo hann kæmist til tíkarinnar. Ég gæti vel trúað honum til þess. En hvort það var tilfellið, er leyndarmál sem við fáum ekki upplýst og aðeins hann einn veit svarið við.

Hekla Hattenberger Hermundsdóttir

þýtt úr þýsku

1 Kommentar

  1. Vera am 29. November 2018 um 20:10 (Bearbeiten) Albert Jónsson ist das der Albert der früher der Reiter von Náttfari frá Ytra-Dalsgerði war ? Antworten

Kommentar absenden

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna