Fyrir skömmu fór fram verðlaunaafhending sögusamkeppni Hestasögu í blíðskapar veðri. Eins og áður hefur verið greint frá, fékk hin 8 ára gamla Nika Wahl frá Þýskalandi fyrstu verðlaun fyrir söguna sína „Afmælisgjöfin hennar Lóló“. Frábær smásaga, fallega myndskreytt og meira að segja skilað inn á handskrifuðu formi!
Það má segja að það hafi verið til einhvers að vinna fyrir Nika, því aðalvinningurinn var hljóðbók með ævintýrum bræðranna Nonna og Manna eftir Jón Sveinsson. Fyrir þá sem ekki þekkja þessar skemmtilegu sögur má benda á stutt sýnishorn úr einni af bókum Jóns hér á Hestasögu ásamt æviágripi hans. En Nika fékk líka fallegan lyklahring með þrívíddar töltara í íslensku fánalitunum frá fyrirtækinu Neddens Tierfoto og leikfangahest.
Hestasaga vonar að Nika hafi gaman að gjöfunum og óskar henni alls hins besta í framtíðinni!