ÁRÁSIN

Stundum borgar það sig að skrifa sögur:

Marie var aðeins 11 ára þegar hún tók þátt í sögu-samkeppni í tengslum við Icehorse árið 2008 í Berlín og vann fyrstu verðlaun sem var flug fyrir tvo til Íslands!

Það var kominn vetur á Íslandi. Þykkt lag af snjó lá á þökum húsanna og varla nokkur hræða sem hætti sér út fyrir dyrnar.

Skyndilega var hægt að greina litla veru sem flýtti sér í burtu frá þorpinu.
Á sama tíma heyrðist barn kalla hástöfum í einu af húsunum. 

„Mamma! Pabbi! Laila er horfin! Hún skildi eftir miða á eldhúsborðinu.

Hlustið á þetta:


Ekki hafa áhyggjur af mér.

Ég kem aftur tilbaka!
Ekki reyna að finna mig, því þið finnið ekki leiðina sem ég fór í gegnum snjóinn.
Farið þið eftir því sem ég segi!

Ykkar Laila“

„Hvað eigum við að taka til bragðs?“ hljómaði tilbaka hysterísk kvenrödd.

„Við verðum að hlusta á hana. Við myndum hvort eð er ekki getað fundið hana í öllum þessum snjó. Auk þess er örugglega búið að sjóa yfir fótsporin hennar“, svaraði karlmannsröddin.

„Það er rétt hjá pabba“, svaraði barnaröddin.

„En Anja elskan! Ferdinand…“, heyrðist í örvæntingarfullri konuröddinni. „Þið ráðið“ sagð hún hikandi en áhyggjutónninn var greinilegur í rödd hennar.

Laila vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Hún ætlaði sér að fara til hrossanna sem héldu sig á veturna langt frá þorpinu sem hún bjó í. Þetta voru fallegustu hestarnir sem hún hafði á ævinni sinni séð.

Þegar þeir hreyfðu sig á stökki, tölti eða á skeiði sveiflaðist fax þeirra svo fallega í vindinum. Þeir voru svo hugaðir – þeir voru svo einstakir!

Laila ætlaði að fara til þeirra. Hún fór oft til þeirra. Hún fór til þeirra á vorin, á sumrin og á haustin. Alltaf á þeim tíma sem hún vissi að enginn myndi sakna hennar.

En hún hafði aldrei farið til hestanna yfir vetrartíman, því á þeim árstíma myndi uppgötvast að hún væri farin og henni yrði saknað.

En í ár myndi það engu máli skipta því hún hafði skilið eftir miða. Það varð að duga í bili.

Þarna voru hestarnir. Laila flautaði á þá. Hrossin litu öll upp. Þeir þekktu hana. Þegar hún gekk í áttina að hrossunum komu þau á móti henni. „Drellir!“, hann var komin alveg að henni. „Þarna ertu litli silakeppurinn þinn“, en hún hafið valið þetta nafn handa honum því það passaði svo vel við hann.

Drellir var efstur í virðingarstiganum. Hann hafði þykkt ljóst fax og loðinn feld, sem var aðeins ljósari en á jörpum hrossum en ekki alveg eins ljós og á rauðum.

Hann var mjög fallegur en oftast nær frekar syfjulegur á svipinn og silalegur. Þess vegna kallaði hún hann Drelli.

Næst kom Litla til hennar. Hún var lítil og fíngerð hryssa, skjótt á litinn. Hún var oft annars hugar og hnaut stundum um eigin fætur.

Laila heilsaði henni einnig. Síðan komu hin hrossin smátt og smátt öll til hennar. Ofsi hinn skapmikli, ofsafengni stóðhestur og Ósk sem leit út fyrir að hafa sprottið úr ævintýrlandinu. Síðastur var Jaki sem var stór og stæðilegur grár hestur.

Allir hestarnir í stóðinu voru afar fallegir. Laila var alltaf í vandræðum með að velja úr hest til að fara á bak á.

Í dag ákvað hún að prófa Músu. Músa var móálótt hryssa með þykkan feld og afskaplega blíð og góð.

Laila sveiflaði sér á bak henni án beislis eða hnakks. Hún þurfti ekki reiðtygi á þessi hross. Hún hvatti Músu af stað með röddinni og Músa rölti af stað. Hún tölti yfir snæviþakta hóla og engjar.

Allt stóðið fylgdi þeim eftir. Laila lét Músu ráða ferðinni. Laila fékk á tilfinningunna að hún væri komin á flug. Hún hafði reyndar aldrei flogið.

Eftir dágóða stund snéri Músa við og fór með hana tilbaka til staðarins sem Laila hafði fundið stóðið.

Þá skeði dálítið undarlegt. Músa byrjaði að tala við Lailu og Laila fór allt í einu að skilja hestamál. Músa þakkaði henni kærlega fyrir að hafa komið til þeirra.

Núna heyrði hún líka í Jaka, Ósk, Ofsa, Litlu, Drelli og öllum hinum hrossunum sem Laila hafði gefið nöfn. Þau þökkuðu henni öll fyrir sig. Laila var orðlaus.

Hún hafði aldrei á ævinni fyrr getað skilið hestamál og nú gat hún það allt í einu bara upp úr þurru.

Skyndilega heyrðist hróp frá litlum fugli.

Laila gat líka skilið fuglamál sem þýddi að hún gat skilið mál allra dýranna.

En fréttin sem fuglinn hafði að færa þeim var ekki góð!

Tröllin ætluðu að ráðast á þau. Laila hafði hingað til ekki trúað á tilveru trölla, en þessi frétt fékk kalt vatn til að renna milli skins og hörunds á henni.

Það var sagt, að tröllin ætluðu að tortíma hinu góða og að þeim myndi líklega takast það. Það var líka sagt, að það væri til eitt ráð gegn því.

Það væri mannsbarn sem myndi skyndilega skilja dýramál og mál hulduvættanna. Það var aðeins eitt sem tröllinn hræddust og það voru mannabörn. Barnið þyrfti að finna stein.

Fallegan stein sem ekki væri alls staðar að finna. Einnig hestunum varð að líka við steininn. Öllum hestunum! Með steininum gat barnið galdrað hring utan um góðu vættina.

Hvert sem góðu vættirnir færu þyrfti hið illa að víkja fyrir þeim. En ef aðeins eitt hross myndi leyna því að því þætti steinninn ekki fallegur, þá myndi galdurinn ekki virka og allir góðir vættir þyrftu að þýðast undir hið illa.

„Laila, skilur þú mig?“, Drellir reif hana frá hugsunum sínum.

Laila var annars hugar vegna þess sem fuglinn hafði rétt í þessu verið að segja þeim og svaraði.

„Auðvitað skil ég þig! Er eitthvað sérstakt við það?

„Já auðvitað er það mjög sérstakt! Heyrðir þú ekki spádóm vættanna? Mannsbarn sem þarf…“ Jú, ég heyrði það“ greip Laila fram í fyrir Drelli.

„Haldið þið að ég sé þetta barn?“ „Hver annar ætti það að vera? Það er aðeins eitt barn sem hefur þennan hæfileika og það ert þú! Farðu nú að leita að steini og…“

Nú var Laila komin með stein í hendina. Hann var lítill og frekar skítugur. Hrossin hrisstu öll hausinn. Hrossin komust að sömu niðurstöðu með næsta og þarnæsta stein.

Laila sá á svip hrossanna að þau voru orðin örvæntingarfull. En skyndilega hélt hún á steini sem öll hrossin samþykktu. Hann var mjög stór og hafði rauðleitan blæ. Í sólinni glitraði hann. Þetta var ósvikinn eðalsteinn.

Nú kom stór fugl fljúgandi til þeirra með þykka bók. Hann lét bókina falla á jörðina og gekk síðan nokkur skref tilbaka og horfði eftirvæntingarfullur á Lailu. Laila skildi fuglinn og opnaði bókina.

Hissa fletti hún auðum síðunum hverri á fætur annari þar til hún loksins í miðri bókinni fann síðu með skrifuðum texta. Þar stóð skrifað með skrautskrift:

GALDRAÞULAN

MANNSBARN ÞARF AÐ FARA MEÐ ÞULUNA OG HAFA STEININN Í HENDINNI:


Með þessum steini er öllu lokið!

Gott og illt mun aldrei sameinast.

Hið illa mun aldrei ganga sama veg og hið góða.

Það mun verða halda sig í dimmum gjótum sínum!


Þegar mannsbarnið hefur farið með þuluna verða hestarnir að gera slíkt hið sama! Að því loknu þurfa allir góðir vættir að fara aftur með þuluna ásamt barninu.

Þá er því lokið!

Þau gerði þetta nákvæmlega svona og það mátti ekki seinna vera, því einmitt í því augnarbliki sem góðu vættirnir luku við að fara með þuluna ruddust tröllin fram úr skóginum.

Þau stefndu beint á góðu vættina. En skyndilega skeði það. Tröllin komu alltaf nær og nær þar til eitt þeirra var sem var alveg komið að Litlu rakst á eitthvað.

Öll hin tröllin rukust á eitthvað ósýnilegt og hrökkluðust nú ill tilbaka. „Þetta var hringurinn sem er til varnar gegn hinu illa!“ sagði Ósk stolt. „Það heppnaðist! Hringurinn bjargaði okkur.

“ Og nú hófust fagnaðarlæti meðal allra. Laila fagnaði með þeim sigrinum yfir hinu illa þar til hún þurfti að fara. Hún lofaði að koma aftur fljótlega að heimsækja hestana.

Heima voru allir farnir að bíða eftir Lailu. En hún sagði engum frá árás tröllanna eða frá hrossunum sem hún gat skilið mál þeirra. Hún hafði lofað því.


Marie Papenfuß, 11 ára frá Þýskalandi

Þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR

Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna