STÓRI DRAUMURINN!


Hvaða hestastelpu dreymir ekki um að eignast eiginn hest? Í fjölmörg ár var hestur efst á óskalistanum mínum fyrir jólin. Reyndar var komið eitt hross í eigu fjölskyldunnar. Það var hryssan Lukka sem móðir mín á, en það er bara ekki það sama og að eigast eiginn hest.

Á ákveðnum tímapunkti varð mér þó ljóst að hvorki foreldrar mínir né jólasveinninn myndu geta uppfyllt drauminn minn. Það var því ekki um annað að ræða en að fara vinna sjálf í málunum. Mér var þó fullkomnlega ljóst að ég var langt frá settu marki.

En stundum þróast hlutirnir allt öðru vísi en við var búist, því í dag er ég ein af hamingjusömustu „hestamömmunum“ í heiminum!

Ástæðan fyrir því að hlutirnir breyttust svona óvænt mér í hag er í rauninni ekki mjög jákvæð. Fyrir tveimur árum byrjaði Lukka allt í einu að missa fótanna og hnjóta, þannig að þegar hún var sem verst hnaut hún allt að tvisvar í viku, en sem betur fer samt alltaf án þess að nokkur meiddist.

Dýralæknirinn taldi að það vera sársaukafulla bólgu í framfætinum sem var að hrjá Lukku og ráðlagði okkur að gefa henni stutt frí eftir læknismeðhöndlunina. Hún átti að standa á mjúku undirlagi um tíma og síðan mátti fara að hreyfa hana aftur en varlega fyrst í stað. Það var því úr að Lukku var sleppt út á tún.

En fljótlega kom í ljós að þetta gekk ekki upp. Þrátt fyrir að systir mín, ein vinkona okkar og ég gátum vandræðalaust riðið Lukku var móðir mín mjög óörugg á henni.  Þegar við systurnar fluttum að heiman vegna náms og vinkona okkar hafði lítinn sem engann tíma til að ríða Lukku var ljóst að eitthvað varð að gerast.

Við gátum ekki hugsað okkur að hætta algjörlega að brúka Lukku sem var í fullu fjöri og aðeins 18 vetra gömul. Þannig að við leituðum að nýrri laus fyrir hana.

Það var svo hann faðir minn sem stakk upp á því að rækta bara aftur folald með Lukku. Það var líka hann sem átti uppástunguna að fyrsta folaldinu okkar. Hann lét sig dreyma um að fá að fylgjast aftur með fæðingu folaldsins og uppeldi þess. Það sem er kannski mjög sérstakt við þetta er að hann hefur dagsdaglega ekkert með hesta að gera nema kannski bara að hann gleðst með okkur þegar vel gengur.

Á svipaðan hátt atvikaðist það þegar Lukka eignaðist fyrsta folaldið sitt og hefur veitt okkur öllum mikla gleði og ánægju í gengum árin. Það er núna orðið að reiðhesti og því enginn þörf fyrir fleiri hesta í bili. Hvers vegna ættum við því að halda Lukku undir stóðhest aftur?

Ég stakk upp á því eiginlega frekar í gríni að það væri kannski hægt að halda Lukku tvisvar í framtíðinni, því þá fengi ég annað folaldið og systir mín hitt. Ef allt gengi að óskum þá myndu afkvæmi Lukku vera komin á tamningaraldur þegar við værum búnar með námið okkar. Það væri frábær gjöf í námslokin.

Ekki óraði mig fyrir því að faðir okkar myndi samþykkja þessa tillögu og byrja strax að skipuleggja. Eða kannski má segja að ég hefði frekar átt að reikna með því. Þegar ég var lítil var það hann sem gaf mér leyfi til að fá dvergsvín, geitur og gamlan óreiðfæran gelding.

En sem betur fer gat móðir mín komið í veg fyrir að þetta yrði að veruleika og við værum með húsdýr í litla garðinum okkar. Það sem kannski kom mér mest á óvart var að móðir okkar skyldi ekki veita þessari tillögu meiri mótspyrnu. Pabbi þurfti eiginlega ekkert að tala um fyrir henni í þetta skipti.

Næstu vikurnar hékk ég yfir WorldFeng og YouTube í leit að rétta stóðhestinum fyrir Lukku. Hvort ætti ég að reyna að rækta fjórgangs- eða fimmgangshest? Hvernig byggingu átti stóðhesturinn að hafa og myndi passa best við Lukku? Átti litur stóðhestsins að skipta máli? Allt þetta voru spurningar sem hringsnérumst um í höfði mínu. Að lokum ákvað ég að fara með Lukku undir Teig vom Kronshof.

Svo var það fyrir um það bil ári síðan að við fórum við öll fjögur með Lukku til Kronshof til Schenzel fjölskyldunnar sem eiga stóðhestinn. Þar var hún svo hjá stóðhestinum ásamt öðrum hryssum í nokkrar vikur.

Við vorum öll himinnlifandi er við fengum þá frétt að Lukka væri fylfull og ennþá hamingjusamari þegar við sáum hversu vel Lukka okkar leit út þegar við sóttum hana. Það virðist hafa gert henni mjög gott að fá þetta frí.

Ég vonaði að folaldið yrði brún hryssa. Það var minn stærsti draumur!

Eftir því sem Lukka gekk lengur með folaldið þá varð mér meira og meira sama um útlit þess. Það væri frábært að fá merfolald, en rautt folald væri heldur ekki svo slæmt hugsaði ég með mér. En það leið ekki á löngu þar til hvorki kyn, litur né útlit skipti neinu máli fyrir mér. Að lokum komst bara ein hugsun að sem líklega flestir verðandi foreldrar hafa. Aðalatriðið er að folaldið fæðist heilbrigt!

Lukka átti að kasta í byrjun apríl, en folaldið var ekkert að flýta sér í heiminn. Við biðum í hálfan mánuð þegar við loksins fengum þær fréttir að Lukka virtist vera að búa sig undir fæðinguna. Frá og með þeim degi hóf ég daginn á því að skoða símann minn og athuga hvort nýjar fréttir af Lukku væru komnar og þessi langa bið tæki loksins enda.

En ekkert kom. Marga daga og vikur ekkert. Ég fór að verða áhyggjufull. Gæti verið að eitthvað hefði farið úrskeiðis í meðgöngunni?

En þá kom loksins gleðifréttin hinn 1. Maí 2018. Pabbi hringi í mig seinni part dagsins. Ég var á bókasafninu að undirbúa mig undir próf sem ég átti að fara í og mjög fegin að ég svaraði símanum. Ég átti alls ekki von á því klukkan fimm að eftirmiðdegi að faðir minn væri að færa mér fréttir af folaldinu hennar Lukku.

Pabbi sagði mér að folaldið væri nýkastað og hann að hann væri ásamt mömmu á leiðinni til Lukku. Ég réð mér ekki af gleði. Folaldið er fætt, folaldið er fætt, sagði ég vinkonu minni, sem ég hitti í þessu augnarbliki. En í millitíðinni vissu allir mínir vinir, að við værum að bíða eftir folaldinu. Þau voru einnig farin að bíða næstum alveg jafn óþreygjufull og ég eftir folaldinu. Þannig var það var stór hópur sem hoppaði um af gleði með mér á bókasafni háskólans míns þennan dag!

Það er rautt sagði mamma stríðnislega við mig og ég ætlaði að svara henni tilbaka að það væru nú líka til ansi fallegir rauðir hestar. En þá hló mamma við og sagði að folaldið hefði fengið óskalitinn og væri brúnt, en hún hafði gleymt að spyrja að því hvort það væri hryssa eða hestur. Nokkrum mínútum síðar komu sms skilaboð frá pabba um að þetta væri hryssa.

Litla folaldið kom nákvæmlega eins og ég hafði óskað mér þess og er stærsta gjöfin sem ég hef nokkur tíman fengið. Að finna gott nafn handa litlu hryssunni var mjög erfitt og ég gat ekki ákveðið mig fyrren ég var búin að sjá hana.

Þegar ég var búin í prófinu gat ég loksins farið að skoða Lukku og folaldið hennar. Eftir að hafa hugsað fram og aftur um nafn á hryssuna ákvað ég að kalla hana Lólu vom Freyenberg.


Eins og við er að búast er ég mjög hrifin am Lólu. Mér finnst allt frábært sem þessi litla hryssa tekur upp á og gæti setið tímunum saman og horft á hana ekkert ósvipað og foreldrar gera með börnin sín. Mér finnst ég líka vera „móðir“ í vissum skilningi.

Það er líka mjög hjartnæmt að sjá hversu umhyggjusöm Lukka er og passar vel uppá litlu dóttur sína. Það er eins og við höfum fundið rétta hlutverkið fyrir Lukku.

Takk fyrir allt saman Lukka!

Marie Papenfuß

þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna