Tilheyrið þið þeim hópi barna og unglinga sem vegna kórónu veirunnar þurfa að halda sig meira heima fyrir en undir venjulegum kringumstæðum?

Er ykkur kannski farið að leiðast að geta ekki hitt vini ykkar eða stundað áhugamálin eins og ykkur lystir?

Ef svo er og þið vitið ekki hvað þið eigið af ykkur að gera erum við með eina uppástungu handa ykkur.

Takið þátt í sögusamkeppni HestaSögu!

Það er mjög einfalt að taka þátt:

Þið getið sent okkur sögu af hestum eða einhverju öðru dýri sem þið hafið samið, helst með ljósmyndum eða myndum sem þið hafið sjálf teiknað. Ef það hentar ykkur betur getið þið líka sent inn myndasögu eftir ykkur.

Þau yngstu geta líka bara sent inn mynd sem þau hafa teiknað sjálf 🙂 !

Bestu sögurnar og myndirnar verða birtar á næstunni á HestaSögu. Og ekki má gleyma að nefna að besta sagan eða myndin fær líka lítil verðlaun!

Sögurnar þurfa að berast okkur fyrir 3. maí og ekki gleyma að geta þess hversu gömul þið eruð.

Við hlökkum til að fá að lesa sögurnar ykkar og fá að birta þær á síðunni okkar.

Gleðilega páska 🙂 ,

Kær kveðja frá HestaSögu-teyminu!

Passar við þessa sögu:

JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR

Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna