Tilheyrið þið þeim hópi barna og unglinga sem vegna kórónu veirunnar þurfa að halda sig meira heima fyrir en undir venjulegum kringumstæðum?
Er ykkur kannski farið að leiðast að geta ekki hitt vini ykkar eða stundað áhugamálin eins og ykkur lystir?
Ef svo er og þið vitið ekki hvað þið eigið af ykkur að gera erum við með eina uppástungu handa ykkur.
Takið þátt í sögusamkeppni HestaSögu!
Það er mjög einfalt að taka þátt:
Þið getið sent okkur sögu af hestum eða einhverju öðru dýri sem þið hafið samið, helst með ljósmyndum eða myndum sem þið hafið sjálf teiknað. Ef það hentar ykkur betur getið þið líka sent inn myndasögu eftir ykkur.
Þau yngstu geta líka bara sent inn mynd sem þau hafa teiknað sjálf 🙂 !
Bestu sögurnar og myndirnar verða birtar á næstunni á HestaSögu. Og ekki má gleyma að nefna að besta sagan eða myndin fær líka lítil verðlaun!
Sögurnar þurfa að berast okkur fyrir 3. maí og ekki gleyma að geta þess hversu gömul þið eruð.
Við hlökkum til að fá að lesa sögurnar ykkar og fá að birta þær á síðunni okkar.
Gleðilega páska 🙂 ,
Kær kveðja frá HestaSögu-teyminu!