MINNINGARBROT UM BLÍÐU FRÁ KROSSI


Þann 30. júní næstkomandi eru komin 22 ár síðan fyrsti hesturinn sem ég eignaðist fór yfir móðuna miklu. Þó langt sé um liðið mun ég aldrei gleyma þessari hryssu eða samverustundanna með henni sem voru alltof fáar, því ég fékk ekki að njóta hennar nema í tvö og hálft ár.

Líklega muna ekki margir eftir henni í dag eða vita að hryssan mín „Fön“ er ekki eini hesturinn sem ég hef átt um ævina og haft til reiðar.

Blíða var uppáhalds reiðskólahesturinn minn og tókst henni algjörlega að vinna hug minn og hjarta á aðeins hálfu ári þannig að það var ekki um annað að ræða fyrir mig en að kaupa hana. Þessi bráðfallega litla, rauða hryssa sem kom frá Íslandi og hafði frekar ómerkilega ættartöflu og lággeng í þokkabót var nákvæmlega það hross sem hentaði mér.

Hún var ótrúlega forvitin og afskaplega taugasterk. Eitt sinn var ég með henni á hringvellinum og beint fyrir ofan okkur sveimaði loftbelgur sem var byrjaður að tapa lofthæð og þurfti með miklum látum að setja allt á fullt. Blíða nam bara staðar og horfði forvitin upp í loftið á gaslogann og eldglæringarnar án þess að fælast.

Í annað skipti var ég með vinkonu minni í tamingagerði þar sem við vorum með hryssurnar okkar í nokkurs konar meðferð sem þjónaði þeim tilgangi að gera þær óhræddar við ýmisar aðstæður og hluti. Blíða stóð fyrir framan mig og fannst prikið með teygjubandinu mjög áhugavert á meða haflinger hryssan „Nina“ fór í loftköstum um allt gerðið af hræðslu.

Blíða var mjög viljug í samreið. Það þýddi afskaplega lítið fyrir mig að halda aftur af henni þegar hún var í essinu sínu. Hún taldi sinn stað eiga að vera fremst í hópnum jafnvel þó við rækjum lestina í upphafi reiðtúrsins. Eftir slíka hópreiðtúra voru reiðbuxurnar mínar þaktar af hárum úr hinum hrossunum sem við strukumst við þegar við fórum framhjá þeim og reiðfélagar bláir og marðir um hnésbæturnar eftir ístöðin mín.

Þegar Blíða hafði náð settu marki og orðin fremst í hópnum passaði hún að enginn kæmist framúr og hljóp fyrir þá ef einhver reyndi að komast framúr henni. En þar sem hún var svo örfljót á stökki voru ekki margir sem komust nálægt henni. Þannig var það nú.

Fyrst í stað hvorki tölti né brokkaði Blíða hjá mér. Eftir hálft ár ef um var beðið komu fyrstu fórtakta skrefin og eftir eitt ár brokkaði hún hjá mér jafnvel á slökum taumi.

Það er til vídeóupptaka af íþróttakeppni sem haldin var í Hessen þar sem ég tók þátt í fjórgangi á Blíðu árið 1994. Á því má sjá hvernig ég gjörsamlega klúðraði stökkinu því ég var svo stressuð. Mér fannst við vera á öfugu stökki og reyndi að stoppa hana til að leiðrétta það sem tókst ekki betur en svo að hún fór fyrst á flugskeið, víxlaði síðan þar til að lokum að hún fór á öfugu stökki á fleygiferð út úr myndinni þannig myndatökukonan gat ekki fylgt okkur eftir með vélinni!

Á hringvellinum var fartin á henni svo mikil að í beygjunum fór hún næstum á hliðina. Það þýddi ekkert að reyna að láta hana stökkva í tamningagerði það var of lítið fyrir hana. Við hefðum sjálfsagt getað lagfært það með árunum, en því miður var okkur ekki ætlað að geta það.

Með Blíðu tók ég oft þátt í víðavangshlaupum og eru eldhússkápurinn minn ennþá fullur af bollum og trébrettum sem allir þáttakendur í keppninni í Kaufungen fengu gefins að lokinni keppni. Við komum aldrei sem sigurvegarar úr þeirri keppni en það var samt mjög skemmtilegt.

Blíða elskaði vatn. Við fórum meira að segja einu sinni á sund í fljóti hér í nágrenninu. En þá vorum við á eftir haflinger hryssu vinkonu minnar og þegar snögglega dýpkaði þannig að hún náði ekki lengur niður fór hún á sund.

Hún fylgdi mér út um allt án þess að ég þyrfti að hafa hana í taumi. Ég reið henni oftast bara berbakt með múl þegar ég sótti hana út á tún. Eitt skipti þegar ég var að stökkva á berbakt á bak henni, stökk ég af svo miklum krafti að ég valt niður hinum megin. Þá snéri hún sér að mér, hrissti hausinn og hélt af stað hægt og rólega í áttina að hesthúsunum á meðan ég var að koma mér á fætur.

Bíða var því miður slegin illa í afturfótinn í júní 1996 og þurfti að fara í aðgerð. Eftir aðgerðina gat hún ekki staðið upp og lág í viku í stíunni. Ástæðan mun hafa verið súrefniskortur í vpðva sem stafaðiaf hjartagalla sem ekkert var vitað um fyrir aðgerðina. Við gátum ekki með neinu móti komið henni á fætur.

Ég sat hjá henni daglega og reyndi allt sem ég gat fyrir hana en án árangurs. Þó við hefðum komið henni á fæturnar efast ég um að hún hefði getað hreyft sig eðlilega aftur. Ég ákvað því að hún átti ekki að þurfa líða meira mín vegna. Eftir viku legu var hún komin með legusár sem bættist ofaná bólginn fótinn og vöðvakrampana, svo ég ákvað að binda endi á þjáningar hennar. Ég mun alltaf sakna hennar.

Litla, flinka, hugaða hryssan mín með stríðnislega augnarráðið. Og enn þann dag í dag fæ ég tár í augun ef ég ríð út á rauðu, faxmiklu hrossi sem minnir mig á Blíðu mína.


Christiane Rippl


þýtt úr þýsku

BLÍÐA FRÁ KROSSI

ÆTTERNISUPPLÝSINGAR


Fædd:         Ísland sumarið 1986
Flutt út:     28.04.1993, Þýskaland
Dáinn:       30.06 1996

Faðir:         Hrafn 583 frá Árnanesi
Ff.:             Krummi frá Borgum
Fm.:          Stjarna frá Árnanesi


Móðir:        Fjöður frá Krossi
Mf.:           
Blesi frá Austvaðsholti 1
Mm.:          Jörp frá Hjaltastöðum

Passar við þessa sögu:

JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR

Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna