SVARTA DROTTNINGIN

Djörf ákvörðun sem stýrði framhjá fjárhagslegu tjóni og varð til þess að langþráður draumur rættist!


Rósa Valdimarsdóttir, móðir Hrefnu Maríu, er eigandi stóðhestsins Íkon frá Hákoti (f.: Töfri frá Kjartansstöðum). Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum mótum á honum og í hennar augum er Íkon auðvitað besti hestur í heiminum.

Þar sem Rósa var mjög ánægð með stóðhestinn sinn vildi hún endilega fjárfesta í afkvæmi undan honum.

Þegar hún sagði dóttur sinni og Söru Ástþórsdóttur, frænku sinni frá fyrirætlun sinni, fékk hugmyndin ekki góðar undirtektir hjá þeim stöllum. Árlega fæðast fjölmörg falleg og álitleg folöld á heimili þeirra að Álfhólum, sem í fyllingu tímas verða að góðum reiðhestum, keppnishestum eða ræktunarhestum. Þeim fannst hugmynd Rósu því vera hreint út í hött.

Rósa lét samt ekki tala um fyrir sér og fann tveggja vetra hryssu sem hét Kolka undan Íkoni hjá ræktandanda stóðhestins. Til að geta keypt hryssuna seldi Rósa verðbréf sem hún átti í bankanum.

Það átti eftir að verða fyrsta happaverkið sem tengdist Kolku, því stuttu eftir að Rósa keypti hryssuna kom bankahrunið og öll verðbréf í landinu urðu svo til verðlaus. En Rósa átti nú þessa ungu, efnilegu hryssu í staðinn fyrir verðlausa pappírana. Það átti eftir að sýna sig enn betur hversu góð þessi fjárfesting var.

Kolka var í uppeldi hjá ræktanda sínum og þegar hún var komin á tamningaraldurinn var komið að Hrefnu Maríu að taka við hryssunni og þjálfa hana.

Hrefna María var hins vegar langt frá því að vera ánægð með þennan ráðahag, því hún hafði mikið af unhrossum úr eigin ræktun í tamningu og auk þess fullt af utanaðkomandi hrossum sem hún þurfti að sinna. Þessi ruglaða hugmynd móður hennar passaði alls ekki inn í plönin hennar.

Þegar hún fór að sækja Kolku og sá hana í fyrsta skipti, hvað hún var fallega byggð og með frábært ganglag, varð henni að orði: “ Ó er þetta virkilega hryssan hennar mömmu? Fínt ég tek hana!“ Upp frá því var ekki meira talað um þessa rugluðu hugmynd hennar mömmu.

Tamningin á Kolku gekk framúrskarandi vel hjá Hrefnu Maríu og gaf ærna ástæðu til að vonast eftir góðu. Í maí 2011 var hún svo fyrst sýnd í kybótadómi. Þær mæðgur, Rósa og Hrefna María, voru mjög spenntar að sjá hvort dómararnir væru jafn hrifnir af Kolku og þær sjálfar.

En þær hefðu ekki þurft að vera svona stressaðar, því Kolka fékk frábærar einkunnir, 8,39 fyrir byggingu, 8,50 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,46. Hún var efsta 5 vetra hryssan sem náði inn á Landsmót 2011. Og sigurgangan hélt áfram.

Á Landsmótinu sjálfu fékk Kolka, sem nú gekk undir nafninu „Svarta-Drottningin“ ennþá betri dóm en í fordómi og hún var efst í flokki 5 vetra hryssna með aðaleinkunnina 8,51 (hæfileikar 8,58) og fékk verðlaunabikar. Hún var 2o kommum hærri en næsta hryssa í sínum aldursflokki.

Það má því segja að peningunum sem fengust úr verðbréfunum var ekki aðeins vel varið heldur má líkja kaupunum á Kolku við aðalvinning í happdrætti. Þessi ruglaða hugmynd breyttist í að verða uppfylling á langþráðum draumi.

Sabine Horner

þýtt úr þýsku

Kolka frá Hákoti
Fædd:á Íslandi 2006
FEIF-ID:IS2006286428
Ætt
Faðir:
Ff.:
Fm.:
Íkon frá Hákoti
Töfri frá Kjartansstöðum
Bella frá Kirkjubæ
Móðir:
Mf.:
Mm.:
Frá frá Hákoti
Þorri frá Þúfu
Feykja frá Hala
Kynbótadómar
2011:ÚRTAKA FYRIR LM
Bygging: 8,39
Hæfileikar: 8,50
Aðaleinkunn: 8,46
2011:LANDSMÓT
Bygging: 8,39
Hæfileikar: 8,58
Aðaleinkunn: 8,51
 2014: LANDSMÓT
Bygging: 8,51
Hæfileikar: 8,91
Aðaleinkunn: 8,75

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna