Þegar Ullu Becker lítur yfir farinn veg koma ótalmargar hestatengdar minningar upp í huga hennar, enda hefur hún stundað hestamennsku óslitið í rúm 50 ár.
Ófáir gæðingar hafa komið og farið í lífi hennar, en það er aðeins einn hestur sem stendur upp úr í huga hennar og það er Hrappur frá Garðsauka!

Ullu býr ásamt fjölskyldu sinni á búgarðinum „Grenzlandhof“ sem er vestarlega í Þýskalandi, stutt frá frönsku landamærunum, sem hún byggði upp ásamt eiginmanni sínum, Claus Becker heitnum.

Þar er í dag rekinn vinsæll reiðskóli ásamt tilheyrandi umsvifum eins og námskeiðahaldi, tamningastöð og hestasölu. Ullu hefur á síðustu árum dregið sig að mestu út úr daglegum rekstri búsins og hefur sonur þeirra hjóna „Dieter Becker“ ásamt sinni fjölskyldu tekið við starfseminni. 

Becker hjónin voru meðal frumkvöðla íslenska hestsins í Þýskalandi og keyptu fyrstu hestana sem þau fluttu með sér til Þýskalands árið 1955. Enn þann dag í dag er Ullu að segja löndum sínum frá kostum íslenskra hesta og virðist áðdáun hennar fyrir íslenska hestinum vera óendanleg.

Þegar Ullu hefur frásögn sína um Hrapp ljómar hún í framan. Það er greinilegt að fallegar minningar líða ljóslifandi fyrir hugskotsjónum hennar, þrátt fyrir að liðin séu 33 ár síðan Hrappur var felldur 27 vetra gamall.

„Hrappur minn var einstakur! Ég hef ekki ennþá kynnst neinu hrossi sem líkist honum!“ segir Ullu brosandi.


Væntumþykja til er hugarástand sem erfitt er að útskýra eða stjórna. Líklega eru ekki til neinar skynsamlegar skýringar á því hvernig slík tilfinningartengsl milli manns og hests myndast.

Stundum ná tilfinningar sem hrossaeigendur bera til ákveðins hests, langt út yfir það ætlunarverk, sem rækandi, frístundareiðmaður eða keppnisknapi settu sér með hestinum og undir venjulegum kringumstæðum ráða mestu í samskiptum við hesta?

Hjá Ullu og Hrapp virðist allt hafa smollið saman og Ullu er ekki í vandræðum með að lýsa því hvað það var sem heillaði hana mest í fari Hrapps.

Brúðkaupsferð þeirra hjóna, Claus og Ullu, var farin til Íslands. Þessi tímapunktur er alltaf mjög tilfinningaríkur í lífi fólks. Það var einmitt í þessari ferð sem Ullu sá Hrapp í fyrsta skipti og féll strax fyrir honum.

Þau hjónin sáu fjölmörg hross á ferð sinni um Ísland, sem í þá daga var ekki orðin slík ferðamannaparadís sem það er í dag. En af þeim hrossum sem þau sáu í ferðinni stóð Hrappur öllum öðrum framar.

Tígurlegur og stoltur stóð hann með hryssunum sínum í hólfinu. Þegar ræktandinn, Jón Einarsson, sýndi ungu brúðhjónunum afkomendur Hrapps var hrifningin ekki síðri. Og þegar eigandinn lofaði hestinn í hæstu hæðum og minntist hann ekki einu orði á slæmt umtal sem hesturinn hafði fengið í sveitinni.

En góður vinur þeirra hjóna, Gunnar Steinsson, sem fylgi þeim um Ísland, hafði heyrt umtalið og varaði þau hjónin við hestinum þegar hann sá að áhugi þeirra fyrir Hrapp fór stórvaxandi.


„Ekki trúa öllu sem ykkur er sagt“ sagði hann aðvarandi. “ Þessi stóðhestur er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er ekki bara með lélegt geðslag, það hrenlega vantar í hann allt geðslag og óreiðfær er hann í þokkabót!“ 

En þá þegar hafði Hrappur unnið hug og hjarta Ullu og þau hjónin keyptu hestinn þrátt fyrir aðvaranir Gunnars. Í september 1964 var Hrappur svo fluttur út til Þýskalands.

Sunna vom Steinbuckel, fædd 2005, er út af Hrappi frá Garðsauka.
Lína vom Grenzland, fædd 2000, er líka einn af niðjum Hrapps frá Garðsauka og ber mörg ættareinkenni hans

En það spurðist fljótlega út í Þýskalandi að afkomendur Hrapps væru álitlegir. 


Þess vegna falaðist nágranni Becker hjónanna, Kurt Hilzensauer, eftir því að fá Hrapp leigðan fyrir hryssurnar sínar. Við þetta tækifæri komst Kurt einnig að því hversu sterkur persónuleiki hesturinn var.

Þegar Kurt kom til að sækja Hrapp var Ullu forfölluð og gat ekki fylgt honum út í hólfið. Þegar hann kom að hólfinu lá Hrappur makindalega og hryssurnar stóðu allar nálægt honum. Kurt byrjaði á að reka hryssurnar í burtu og ætlaði síðan að snúa sér að Hrapp sem í millitíðinni hafði staðið upp og teygt sig makindalega. Hrappur hneggjaði síðan til hryssnanna sem allar komu á augabragði aftur í hornið til hans.

Hrappur leyfði Kurt hvorki að snerta sig né að ná sér og þáði ekki brauðið sem rétt var að honum. Kurt snéri því aftur heimleiðis „Hrapps-laus“. Daginn eftir fór hann aftur í hólfið til Hrapps og nú í fylgd með Ullu. Það gekk vandræðalaust að ná Hrapp og brauðið þáði hann einnig, en eins og fyrri daginn, aðeins úr hendi Ullu.


Í rúmlega 20 ár voru Ullu og Hrappur óaðskiljanleg og eins og áður segir á hún fjölmargar ógleymanlegar minningar með hestinum. Hrappur var nákvæmlega sú týpa hests sem hún hafði alltaf verið að leita að, því hann var nánast fullkomin blanda af frístundareiðhesti og keppnishesti.

Með honum gat hún unnið glæsta sigra á keppnisvellinum og strax daginn eftir farið í afslappandi reiðtúr út í náttúrunni. Hún þátt í  „Great American Horse Race“ með Hrapp sem reiðhest, sem var 100 daga þolreiðarkeppni, þvert í gegnum Bandaríkin.  Fyrir utan kraft og þol sýndi hesturinn í þessari erfiðu keppni ótrúlega hæfileika á öðrum sviðum sem komu sér vel fyrir alla.

Hrappur hafði alveg einstaka heyrn. Hann var t.d. ekki í vandræðum með að greina hljóð sem saklausar engisprettur gefa frá sér frá hljóði sem hættulegir skröltormar gefa frá sér. Það er merkilegt, því eins og allir vita eru hvorki til engisprettur né skröltormar á Íslandi. Þegar Hrappur hélt ró sinni, vissu allir að engin skröltormur var í nándinni og allri gátu andað léttar.

Ullu með skinn af skröltormi, sem hún hafði með sér sem minjagrip úr Ameríku-ferðinni.

Ullu gaf sér góðan tíma til að temja Hrapp. Þannig náði hún skjótum árangri með Hrapp og gat fljótlega sýnt hvað í þessum villta hesti (án nokkurs geðslags) bjó ef rétt var farið að honum.

Hverjum hefði dottið í hug að einmitt þessi stóðhestur myndi verða undirstaðan í ræktun íslenskra hrossa á Grenzlandhof?

Ullu, getur talað af reynslu margra ára lýkur máli sínu með þessar setningu:


„Heppnir reiðmenn finna allir einhvern tíma sinn uppáhaldshest.“- Minn hestur hét

Hrappur!

Þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna