2. BARNABÓK, STJARNI OG DRAUMURINN SEM RÆTTIST

Foreldrar Veru Reber á hestamannamóti í Neubronn.

Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá eigum við barnabókum Ursulu Bruns að þakka, að við fjölskyldan eigum og ræktum íslenska hesta í dag, segir Vera brosandi.
Foreldrum mínum óraði ekki fyrir því þá, að hestamennska okkar myndi þróast á þann veg sem hún gerði. Að við myndum eignast eiginn búgarð, rækta hross og taka þátt í íþróttamótum, var meira en þau þorðu að láta sig dreyma um.

Það var heldur ekki þannig, að litla prinsessan á heimilinu fékk flugu í höfuðið um að eignast hest og suðar þar af leiðandi stanslaust í foreldrum sínum þar til þau gefast upp og hún fær vilja sínum framgengt! Nei, þannig var það nú ekki á okkar heimili!

Það var eins og fyrri daginn nefnilega faðir okkar, sem var harðákveðinn í því að láta draum sinn rætast. Hann var búin að fá sig fullsaddann á hálf brjáluðum hrossum og var að leita að hættuminni og þægilegri félögum til að eyða frístundum sínum með.

Einn daginn rakst hann á bókina „Dick og Dalli og hestarnir“ í stafla af bókum heima hjá okkur. Margir í Þýskalandi þekkja kannski frekar innihald bókarinnar í gegnum bíómyndina „Stúlkurnar frá Immenhof (Die Mädels vom Immenhof) sem var gerð eftir bókunum.

Hann langaði til að vita meira um hrossin sem var lýst í bókunum, en hvar var hægt að fá frekari upplýsingar um þau?

Eina úrræðið var að senda höfundi bókarinnar Ursulu Bruns bréf og biðja hana um nánari upplýsingar. Og viti menn, eftir örfáa daga fékk hann svar frá henni sem hljóðaði á eftirfarandi leið.

„Þetta eru hross frá Íslandi. Farið þið til Walter Feldmanns sem býr í þorpinu Aegidienberg og ræktar þetta hrossakyn. Kannski finnið þið það sem þið eruð að leita að hjá honum!“

Faðir Veru einbeittur en ánægður...
… með Stjarna sinn.

Aegidienberg var ekki alveg á næsta horni en það aftraði síður en svo föður mínum frá því að fara þangað. Hann pakkaði okkur krökkunum inn í bílinn og lagði af stað með alla fjölskylduna í helgarferð til Rínarlanda. Við vorum rúmlega 6 klst. á leiðinni frá Wurz til Aegidienberg.

Þessi langa bílferð var frekar leiðinleg fyrir okkur börnin en það var aukaatriði, því við fundum það sem við vorum að leita að!

Þegar við stigum út úr bílnum blasti við okkur hópur af hrossum. Þau litu út eins og hrossin sem var lýst í bókunum mínum og við sáum í bíómyndinni. Ég man ekki lengur hvað þau voru mörg, því það eru jú komin rúm 45 ár síðan þetta gerðist, en dágóður slatti af hrossum stóðu þarna beint fyrir framan okkur.

Ég var ekki nema sjö ára og yngst af okkur þremur systkinunum. Þess vegna fannst mér allt svo rosalega stórt í kringum mig. Reyndar var Walter Feldmann eldri í þá daga ennþá að byggja upp aðstöðu sína og hestamiðstöðin hans ekki orðin mjög umsvifamikil.

Þá var ekki talað um Ganghestamiðstöðina (Gangpferdezentrum) Aegidienberg heldur bara búgarðinn (Gestüt) Aegidienberg.

Walter Feldmann eldri fór með okkur um allt og útskýrði fyrir okkur hvernig átti að meðhöndla og ríða íslenskum hestum. Faðir minn var strax gangntekinn af þeirri hugsun að geta nú loksins tölt í rólegheitum í gegnum skóginn heima í Wurz.

Með íslenskum hrossum virtist hann kominn nær takmarki sínu en nokkrum sinnum fyrr. Hann prófaði nokkra hesta hjá Walter áðuren hann ákvað að kaupa Stjarna og það var ákveðið hvenær við máttum koma og sækja hann.

Ekki aðeins faðir minn heldur einnig ég var í sjöunda himni yfir þessum hrossakaupum, þvi íslensku hestarnir áttu hug minn og hjarta alveg frá því ég sá þá fyrst.

Þó mér hafi þótt mjög vænt um hjaltlandseyjahestana okkar þá var mér ljóst að íslensku hrossin voru á sérparti og ég var strax farin að láta mig dreyma um að fá að ríða út á þeim.

Stuttu seinna lögðum við aftur af stað til Aegidienberg til að sækja Stjarna og fara með hann heim til Wurz.

Nú vorum við búin að eignast íslenskan hest og það var ekki sá síðasti sem við eignuðumst!

Móðir Veru með Stjarna.

þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR

Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna