Þegar Vera var aðeins tólf ára fékk hún sjálf að velja sér hest. Hún var heppin með valið því einmitt þessi hestur átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar.

Vera var ung þegar hún vissi hvað hún vildi og lét ekki aðra hafa áhrif á sig.

Íslenski hesturinn varð sífelt stæri hluti af lífi okkar og við söfnuðum hægt og bítandi reynslu með litlu hestahjörðinni okkar, sem stækkaði ár frá ári. Við fórum að rækta hross í smáum stíl og keppa í íþróttakeppnum.

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá náðum við ekki miklum árangri fyrstu árin, hvorki í keppni né í hrossarækt.

Við fengum að sækja reiðnámskeið einu sinni á ári og það varð að duga. Þess á milli höfðum við nægan tíma til að eyðileggja ganginn í hrossunum okkar.

Þannig var þetta í þá daga og ekki hægt að bera saman við þá aðstöðu sem við höfum í dag hvað varðar t.d. reiðkennslu.

En á hinn bóginn lærðum við að fást við mismunandi hestgerðir og prófuðum okkur áfram með þjálfun á hrossunum. Stundum báru aðferðir okkar engan árangur. En ég held samt að það hafi þroskað okkur mikið sem reiðmenn.

Ég var orðin tólf ára og var komin með töluverða reynslu af hestum. Yfirleitt fékk ég hross sem systkini mín voru vaxinn upp úr.

Vera var öllum stundum hjá hrossunum.
Íbúðarhús fjölskyldunnar á Lipperthof þar sem í dag er veitingarstaðurinn hjá Erkan!

Árið 1976 fórum við til Aschaffenburg til að skoða hross sem voru nýkomin frá Íslandi. Það var einn af hápunktum ársins að fá að fara þangað. Þar hittum við fólk sem var heltekið af sömu áráttu og við! Á búgarðinum „Schellenmühle“ var hægt að skoða innfluttu hrossin og prófa þau. Þar var glatt á hjalla, næstum eins og í íslenskum réttum. Mikið spáð og spekulerað því allir voru eins og við, að leita að hrossi sem hentaði þörfum þeirra.

Venjulega valdi bróðir minn hestana handa okkur. Hann var líka í þetta skipti búinn að finna hest handa mér!

Í þetta skipti átti ég að fá að velja mér sjálf hest. Venjulega var það bróðir minn sem valdi hestana handa okkur.

Eins og venjulega var hann líka í þetta skipti búinn að finna hest handa mér. En ég var ekki ánægð með valið og var löngu búinn að ákveða að taka fjögura vetra gráan hest sem ég sá í stóðinu.

Hvað það var sem heillaði mig við hestinn?

Hann var með frábært tölt og ég gat stjórnað hraðanum vandræðalaust. Það var allt öðru vísi en hjá fyrsta hestinum sem ég fékk til reiðar, sem tölti alltaf hreint en komst ekkert áfram. Næsti hestur var hins vegar svo viljugur að mér var ómögulegt að stjórna honum.

Ég gat gat með aðstoð foreldra minna sett mig upp á móti bróður mínum og fengið hestinn sem ég valdi sjálf, sem var reyndar mjög dýr, því hann kostaði 7800 mörk. Það hefði verið hægt að kaupa tvo hesta fyrir þetta verð. Ég mun aldrei gleyma því.

Á föstudaginn langa árið 1976 fékk ég að prófa Frosta og á annan í páskum tókum við hann með okkur heim til Wurz. Ég var í sjöunda himni!

Þýtt úr þýsku.

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna