Athafnakonan Heidi Schwörer er mörgum hestamönnum kunn, enda hefur hún fengist við ræktun íslenskra hrossa á búgarði sínum Schloß Neubronn í Suður-Þýskalandi í rúm 40 ár.

Mörg góð hross hafa komið úr hennar ræktun sem staðið hafa ofarlega bæði á kynbótasýningum og á mótum. Hinn þekkti stóðhestur Stígandi frá Kolkuósi (625) var m.a. lengi í hennar eigu og setti djúp spor á ræktunina í Neubronn.

Við vorum vissar um að á þessum langa ræktunarferli hefði Heidi frá ýmsu að segja og spurðum hana hvort hún hefði ekki einhverjar skemmtilegar hestasögur handa okkur. Hún var fljót að jánka því, svo við mæltum okkur fljótlega mót.

Er við hittumst kom fljótlega í ljós að Heidi átti  til fullt af sögum handa okkur. Í rauninni það margar að hún vissi ekki hvar væri best að byrja. Eftir stutta umhugsun segir Heidi síðan brosandi:


„Mig langar til að byrja á því að segja ykkur eftirfarandi sögu. Þó hún fjalli nú kannski ekki beint um hesta, þá er hún ekki síður mikilvæg og passar vel.“

Og  eftir stutta stund hefur hún flutt okkur með frásögn sinni rúmlega 40 ár aftur í tíman til ársins 1978 þegar Heidi flaug í fyrsta skipti til Íslands á Landsmót á Þingvöllum með Walter Feldmann eldri.

„Þetta var allt eitthvað svo spennandi“ segir Heidi og það leynir sér ekki að góðar minningar koma upp í huga hennar. „Ég skildi ekki orð af því sem fram fór, en það var bara aukaatriði. Hrossin voru frábær og það var bara það sem skipti máli“ bætir hún við.

„En þrátt fyrir það var ég ákveðin í því að á næsta landsmóti ætlaði ég mér ekki aðeins að horfa á hrossin í brautinni, heldur líka að skilja allt sem þulirnir segðu. Þar sem það var augljóst að ég myndi ekki geta lært íslensku á stuttum tíma varð ég að láta mér detta eitthvað betra í hug“.

Þannig atvikaðist það að þær Heidi og Kristín flugu í fyrsta skipti saman á Landsmót 1986 og komust að því , að þetta fyrirkomulag var upplagt og ekki aðeins beggja hagur, heldur líka að þær voru á sömu bylgjulengdinni! Báðar með hestadellu upp fyrir haus og fengu aldrei nóg af að horfa á eða tala um hross.

Kristín sem þá var í háskólanum í Stuttgart að læra landbúnaðarfræði frétti af því að Heidi væri að leita að túlki og þegar hún heyrði að launin væru frítt flugfar til Íslands ásamt aðgangsmiða á landsmót þá var hún ekki sein á sér að hafa samband við Heidi og sækja um starfið.

Heidi og Kristín voru mættar við kynbótabrautina klukkan 9 á hverjum morgni og stúderuðu saman hvert einasta hross sem kom í brautina.  Kristín þýddi og útskýrði óþreytandi þrátt állt sem fram fór á kynbótabrautinni, enda var í þá daga engin kynning á hrossum á öðrum tungumálum en íslensku.

Á þessum tímapunkti verður Heidi að viðurkenna að hún var ekki bjartsýn á, að hinn ungi ljóshærði túlkur myndi standa sig, því að  loknum vinnudegi við kynbótabrautina var Kristín á hverju kvöldi horfin út í bjarta nóttina að skemmta sér með íslenskum vinum sínum.

En hún komst fljótlega að því að það var ástæðulaust því Kristín var komin tímanlega klukkan 9 á sinn stað  við brautina þrátt fyrir stuttan svefn.

Heidi naut þessara ferða til Íslands í botn því allt var svo áhugavert og nýtt fyrir henni. Hún kynntist fullt af hestafólki og lærði mikið um ræktun íslenska hestins í þessum ferðum. Í flestum ferðunum til Íslands tók hún Kristínu með sem túlk. Þannig gat hún vandræðalaust átt samskipti við hestamenn og bændur sem kunnu ekki þýsku.

Heidi á margar góðar minningar frá Íslandsferðunum og verður oft hugsað til þessa fyrsta sameiginlega ferðalags á Landsmót 1986. Eftir stutta umhugsun segir hún að lokum


„Það besta við þetta er, að þetta var upphafið að frábærum vinskap sem hefur haldist fram á þennan dag“ segir hún brosandi.“

þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna