Hvort var það heppni eða rétt innsæi hjá Veru Reber þegar hún aðeins 12 ára gömul, tekur ákvörðun um að velja annan hest en þann sem búið var að finna handa henni? Og einmitt með þeim hesti vinnur hún heimsmeistaratitil síðar í lífinu!
Eins og með svo margt mun sennilega hvoru tveggja hafa spilað inn í þessa afdrifaríku ákvörðun hjá Veru að velja þennan hest og engan annan. Og að hún skyldi geta talað foreldra sína til og fá hestinn er í rauninni ekki aðalatriðið.
Það sem skiptir meira máli er að Vera og Frosti voru gott teymi og áttu vel saman. Það er ekki hægt að útskýra velgengni þeirra á keppnisbrautinni á annan veg, þegar litið er til þess langa sameiginlega ferils, þar sem skiptast á skin og skúrir. Hversu sterk þessi bönd milli þeirra voru má sjá á keppnisárangri þeirra í lokin.
Frosti var langt frá því að vera auðveldur í umgengni. Það var erfitt að ná honum út á túni og hann átti það til að slá frá sér m.a. dýralækninn. Ef hann varð hræddur greip hann stundum ofsahræðsla og hann rauk út í buskann.
Á einu mótinu fældist hann og sleit sig lausann, er lúðrahljómsveit fór að spila. Við að reyna að ná honum aftur missti fyrrverandi kærasti Veru fjórar framtennur! Og eftir þetta var orðstýr hans eyðilagður og enginn vildi koma nálægt honum.
En Vera tók honum eins og hann var og Frosti treysti hinum unga eiganda sínum. Þannig höfðu þau lært að þekkja inná hvort annað og virkuðu saman sem mjög gott teymi, bæði í umgengni við hvort annað og á keppnisbrautinni.
Og þessi fyrsta tilfinning sem Vera fékk fyrir Frosta á hrossamarkaðinum í Aschaffenburg sveik hana ekki. Þvert á móti því hún komst að því fljótlega að hann bjó yfir frábæru tölti. Við aukna þjálfun tókst að auka burð og hraða á töltinu. Fljótlega fóru áhrif þjálfunarinnar einnig að koma fram á keppnisbrautinni.
Þau tóku þátt í svonefndu „kapphlaupi í tölti“ en það er keppnisgrein sem fyrir löngu hefur verið lögð af í Þýskalandi. Í töltkapphlaupinu gekk það út á vera á fljótasta töltaranum. Í þeirri keppnisgein var Frosti frábær.
Árið 1980 kom svo fyrsti stórsigur þeirra í íþróttakeppni:
Aðeins sextán ára verður Vera unglingameistari í tölti.
Fyrst í stað reið hún Frosta bara sem fjórgangshesti og það óraði engum fyrir því hvaða möguleika Frosti átti eftir að sýna í skeiði.
FROSTI FRÁ FÁSKRÚÐARBAKKA
Fæddur: sumarið 1972 á Íslandi
Fluttur út: 22.03.1978 til Þýskalands
Felldur: Sumarið 2007
Faðir: Léttir frá Voðmúlastöðum
Móðir: Muska frá Fáskrúðarbakka
Þýtt úr þýsku