Á FERÐ OG FLUGI UM ÍSLAND Í LEIT AÐ HESTUM

Á ferðalögum í leit að söluhrossum myndast oft góður kunningsskapur með fólki. Sum kynni, þó stutt séu, skilja eftir minningar sem aldrei gleymast eins og lesa má í eftirfarandi frásögn.


Kristín segir frá:

Við Heidi erum búnar að brasa ýmislegt saman í gegnum tíðina. Ég er búin að fara með Heidi á þó nokkuð mörg landsmót og ferðast með henni víða í leit að góðum kynbótahrossum eða reiðhrossum fyrir hana sjálfa eða vini hennar í Þýskalandi.

Það kom mér til góða að Heidi þurfti á túlki að halda á þessum ferðum sínum. Fyrir mig var þetta draumastaða því ég vissi fátt skemmtilegra en að ferðast um Ísland, skoða hross og spjalla við bændur.

Við fórum víða saman og stundum jafnvel á bæi sem lágu töluvert afskekkt. Vissulega voru hrossin alltaf aðalatriðið í ferðunum, en ég man þó að ég var oft hreykin af því að geta sýnt Heidi fallega staði á Íslandi í leiðinni.

Mér fannst líka alveg ómetanlegt að hafa ferðafélaga sem var alveg jafn hrifinn af landslaginu, hestunum og gestrisni landa minna og ég. Margt var rætt og oft mikið hlegið í þessum ferðum!

Á landsmóti á Vindheimamelum í Skagafirði

Heidi bætir við: „Mannstu þegar við vorum norður í Skagafirði á landsmóti á og ég fann engan hest sem hentaði mér?“

Ég var ákveðin í því að fara ekki hestlaus heim til Þýskalands, því í þetta skipti var ég líka að leita að hestum fyrir vini mína og ég vildi ekki valda þeim vonbrigðum.

En þér datt alltaf eitthvað gott ráð í hug. Einn af kunningjum þínum sagði þér frá gömlum bónda sem vegna aldurs var að fækka við sig hrossum. Inn á milli áttu að vera nokkuð góð hross og alls ekki mjög dýr.“

„Og hvort ég man eftir því!“ segir Kristín brosandi. „Það munaði minnstu að við þyrftum að fljúga aftur til Þýskalands án þess að hafa keypt eitt einasta hross“.

Þegar við keyrðum upp heimtröðina á bænum blasti við stór hjörð af hrossum í öllum litum og á öllum aldri. Ef við myndum ekki finna neitt hross í þessu stóði þá væri ég illa svikin.

Svo var það líka ævintýri líkast að koma þarna heim á bæinn og hitta gamla manninn því hann var mjög sérstakur.

Hann tók á móti okkur í hlaðinu, klæddur eins og sannur Íslendingur, í lopapeysu og gúmmískó. Vinalegt andlitið var veðurbarið og hrukkótt. Þegar hann brosti til okkar sást að það vantaði allar tennurnar í munn hans.

„Ég man að hann þuldi eitthvað yfir okkur og ég tók eftir því að þú horfðir spyrjandi út í loftið“ segir Heidi og brosir.

„Ég furðaði mig á því hvað væri nú um að vera þangað til að þú útskýrðir vandræðalega fyrir mér að það var ekki bara ég sem skildi ekki orð af því sem gamli maðurinn sagði. Það sem meira var að þú skildir hann ekki heldur!

Nú voru góð ráð dýr, en við létum þetta ekki stoppa okkur enda næstum búnar að ná takmarkinu og finna hestana sem við vorum að leita að.

„Ég var svo fegin þegar þú hafðir uppi á nágranna gamla mannsins sem þekkti vel til hans. Þessi ungi maður þýddi sem sagt allt sem gamli maðurinn sagði fyrir þig og þú snaraðir því síðan yfir á þýsku fyrir okkur“ segir Heidi hlægjandi.

Ef þessi ungi maður hefði ekki hjálpað okkur, hefði ég sjálfsagt ekki getað keypt þennan fallega jarpskjótta hest.

Þannig fékk þessi ferð okkar góðan endi og við fengum skemmtilega upplifðum með gamla manninum sem við getum báðar ennþá hlegið að þegar við rifjum það upp.


Þýtt úr þýsku

Það er alltaf stutt í góða skapið og hláturinn hjá Heidi!

Passar við þessa sögu:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna